Pétur Guðjónsson
Höfundur er fæddur og uppalinn á AKureyri og búið mestan hluta æfinnar í þorpinu. Samt KA-maður, hversu skrítið sem það er. Sumir kalla það þrjósku. Það er margra álit að maðurinn sé athyglissjúkur en þó oftast talinn hið mesta ljúfmenni. Á Akureyri hefur hann starfað á flestum vinnustöðum bæjarins og komið víða við. Sumir kalla það dugnað, aðrir rótleysi og enn aðrir heimskupör. Þó segja menn að núna hafi kappinn fest ráð sitt.