Færsluflokkur: Bloggar
Ástríða...
8.3.2007 | 09:47
Þetta er eitt af þessum orðum sem mér finnst alltaf segja meira upp á enskuna en okkar ylhýra móðurmál.
Passion er ofsalega sterkt afl. Stundum veltum við því fyrir okkur hvernig þessi eða hinn gerir hlutina. Hann/hún gerir þetta af miklu meiri alúð, einlægni en aðrir.
Þegar ég var á leiklistarnámskeiði hjá L.A. í fyrra vorum við látin lesa hluta úr bók sem fjallaði um þetta. Passion er stór hluti af leiklist.
Síðan þá hef ég horft í kringum mig og hugsað aðeins um þetta. Í þessum mannlífsrannsóknum hef ég komist að því að þetta skiptir öllu máli.
Eitt að því sem ég hef ástríðu fyrir er matargerð. Og ég þyki nú ansi góður kokkur, eins og kannski sjá má.
En ástríða/passion er eiginlega eitthvað sem maður velur sér ekki. A.m.k. hef ég ekki ennþá fundið leiðina að því að búa mér til ástríðu, hún bara kemur.
Ef einhver veit leiðina að því að ala með sér passion, þá látið mig vita. Það er kannski hin eilífa barátta í lífinu, rétt eins og hin eilífa leit að hamingju, peningum og þessari fjandans kjörþyngd
Hafið það gott elskurnar og höfum ástríðu fyrir lífinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svona er Akureyri í dag
7.3.2007 | 11:35
Í dag oss heilsar dásemdar dagur.
og blessaðan vorangan núna ég finn.
Já mikið er nú bærinn fagur
Akureyri, er bærinn minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tár
6.3.2007 | 15:19
Það þykir ekki við hæfi að fullorðið fólk gráti og þá sérstaklega karlmenn. En öll eða flest gerum við það, annað slagið.
Mér þótti merkilegt í X-factor þættinum síðasta föstudag þegar Einar Bárðarson felldi tár yfir brotthvarfi Allans úr keppninni. Hin viðkunnanlega Halla Vilhjálms felldi einnig tár og mátti heyra ekkasog frá henni þegar hún var að reyna að komast í gegnum kynninguna. Hún var ekki öfundsverð.
Það verður að teljast óalgengt að fullorðið fólk gráti í sjónvarpinu. Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu sagði Halla að ýmislegt uppsafnað, ef ég man þetta rétt, hefði gert það að verkum að hún brast í grát þarna á sviðinu.
Ég þekki þetta. Stundum er innra með manni einhver ólga sem kallar fram grátur við minnsta tilefni.
Það er gott að gráta annað slagið, það hreinsar. Hlátur og grátur eru nauðsynleg en auðvitað hefur allt sín takmörk.
Núna fellir himininn tár á Akureyri. Ekki veit ég hvort hann er sorgmæddur. Ég er hins vegar pínu dapur í dag en felli þó ekki tár.......og öll él styttir upp um síðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mannanöfn
27.2.2007 | 16:39
Maður er manns gaman, ekki satt? Hér er gott dæmi um það Þetta eru nöfn sem mér skilst að mannanafnanefnd hafi samþykkt.
STÚLKNANÖFN
Eggrún Bogey * Oddfreyja Örbrún * Dúfa Snót * Ljótunn Hlökk * Himinbjörg Hind * Randalín Þrá * Baldey Blíða * Bóthildur Brák * Loftveig Vísa * Þúfa Þöll * Þjóðbjörg Þula * Stígheiður Stjarna * Skarpheiður Skuld * Kormlöð Þrá * Ægileif Hlökk * Venus Vígdögg * Hugljúf Ísmey * Ormheiður Pollý * Geirlöð Gytta * Niðbjörg Njóla
DRENGJANÖFN
Beinteinn Búri * Dufþakur Dreki * Hildiglúmur Bambi * Fengur Fífill * Gottsveinn Galdur * Grankell Safír * Kaktus Ylur * Þorgautur Þyrnir * Melkólmur Grani * Ljótur Ljósálfur * Náttmörður Neisti * Hlöðmundur Hrappur * Hraunar Grani * Ráðvarður Otur * Reginbaldur Rómeó * Kópur Kristall * Þangbrandur Þjálfi * Sigurlás Skefill * Þjóðbjörn Skuggi
Jamm. Ef ég mun eignast fleiri börn koma nöfnin,Ljótur Ljósálfur,Geirlöð Gytta og Þangbrandur Þjálfi sterklega til greina
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Menningarverðmæti
23.2.2007 | 14:28
Við lifum mörg hver í fortíðarljóma (nostalgíu)
Allt sem er gamalt er svo æðislegt. Hver kannast ekki við að finna lykt af einhverju sem minnir á gamla daga og ljóma yfir því. Heimur versnandi fer segja sumir. Þetta var allt miklu betra hérna áður segja aðrir.
Síminn: Einu sinni voru ekki allir með gemsa. Var það ekki bara betra?
Sjónvarpslausir fimmtudagar: Já, þá var nú gaman. Fjölskyldan talaði jafnvel saman.
Ég er einn af þeim sem er algjör sökker fyrir gömlu dóti og gömlum myndum. Sumt er líka þannig svo nálægt upprunalegu útliti, að manni finnst eins og maður fari aftur í tímann. Ég hef t.d. tvisvar farið á Hótel í þýskalandi sem hefur mikið til haldið upprunalegu útliti sem er í mjög gömlum stíl. Þarna líður mér eins og ég hafi fundið upp tímavelina.
Ef við horfum til baka getum við fundið nokkur dæmi þess að eitthvað sem er gamalt hefur verið endurnýjan og þar með tapast mikil menningarverðmæti. Ekki svo að skilja að ég sé á móti framförum og breytingum en það mætti stundum varðveita betur það gamla.
Ég var að skoða vef Minjasafnsins á Akureyri. Þar er hægt að skoða gamlar myndir, m.a. frá öskudeginum síðustu 30-40 árin eða svo. Þarna fór maður á flug yfir gömlum myndun frá Kjötiðnarstöðinni, úr Sana eða frá einhverri gömlu KEA búðinni. En það sem vakti athygli mína var, að þarna var nokkuð gömul mynd frá krökkum að syngja fyrir Ingva í Hólabúðinni. Og Hólabúðin er alveg eins og í ´gamla daga´.
Við skulum vona að svona tímaskekkjur eins og kalla má Hólabúðina, með jákvæðum formerkjum, haldist í okkar samfélagi áfram.
Til að undirstrika að ég sé ekki algjörlega vinstrisinnaður afturhaldsseggur, breyti ég útliti síðunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allir hlægja á öskudaginn..
21.2.2007 | 09:20
Í dag er Öskudagur, stór uppskeruhátíð barnanna. Núna sit ég í vinnunni og hlusta á misfagran söng. Ég vil sýna þessu áhuga því þetta er mikill spenningur hjá börnunum.
Fanney mín var vöknuð kl. sex í morgun og færði mér kaffi rúmlega sjö í morgun. Það er oftar en ekki frekar erfitt að vakna en ekki í morgun, enda bíður sykurfjall þarna úti.
Ég man vel eftir Öskudegi enda stórhátíð hér áður sem nú. Læt fylgja myndir úr myndasafni Guðbjartar frá öskudegi, c.a. 1978.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í gráum bæ
19.2.2007 | 13:46
Ja nú er hann grár. Il fait gris.
Veðrið á Akureyri er yndislegt þessa dagana, grátt, pínu kalt en milt og úrkomulaust. I like it.
Ég er þreyttur eftir helgina Aumingja ég.
Vonbrigði helgarinnar voru nokkur.
X-factor á föstudaginn. Hef aðeins fylgst með þeim þætti og finnst ágætur. Ellý í QU4, sú mikla pönkdrottning finnst mér skemma þættina. En verst af öllu þótti mér að Siggi kafteinn skildi detta út. Óskiljanlegt Allan og þessi sænska skitu upp á bak í þættinum en héldu sæti sínu.
Svona er Ísland í dag, þjóðin er rugluð.
Eurovision á laugardaginn. Gat því miður ekki horft á þáttinn en sá frammistöðu Friðriks Ómars sem var til fyrirmyndar. Þjóðin kaus og Eiríkur Hauksson varð fyrir valinu. Ég varð vonsvikinn Friðriks vegna, en lagið sem Eiríkur syngur er mjög gott. Friðrik getur líka verið ánægður með annað sætið, þó skil ég að það er lítill ávinningur af því.
En dag einn fer hann í Eurovision og það er ekki langt í það.
Á laugardagsköldið voru Ingó og veðurguðirnir að spila í Sjallanum. Leggið þetta nafn á minnið því þarna er á ferðinni stórhljómsveit.
Konudagur í gær. Hulda mín fékk ekki blóm þann daginn og ekkert dekur, bara þreyttan og geðillan mann. Hún sagði reyndar að það væri konudagur hjá henni á hverjum degi. Eitthvað gerir maður þó rétt.
Hafið það sem allra best og verið væmin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Takk
16.2.2007 | 09:19
Helló.
Takk fyrir góðar kveðjur á afmælisdaginn í gær. Átti ljúfan og góðan dag, eldaði góðan mat í gærkvöldi og bauð mömmu og pabba í mat, smá rauðvín og smá öl....... Það er alltaf gaman að eiga afmæli og með árunum verður manni svo kært þegar einhver man eftir manni. Ég reyni að muna afmælisdaga vina og ættingja en auðvitað er ekkert skrítið þó það gleymist í öllum hraðanum í dag. Tinna Rist á afmæli þennan dag líka. Vona að Þórður frændi minn lesi ennþá bloggið mitt og skili kveðju til hennar. Annars skilar Svavar bróðir og nágranni hans þessu bara
Framundan eru mikil verkefni í aukavinnunni sem er bara gaman. Á laugardagskvöldið er ég veislustjóri í Sjallanum.....vona samt að ég nái að horfa á Eurovision. Verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur yfir þessu. Held að keppninn verði hörð á milli Friðriks Ómars og Eika Hauks. Vona að Friðrik hafi þetta.
Hafið það gott um helgina. Hafþór, ég er sko sí-ungur og aldrei of gamall fyrir nokkurt partý
Audios
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fortíðarljómi
7.2.2007 | 09:39
Þegar ég var lítill var ég alveg ákveðinn hvað ég ætlaði að verða , þegar ég yrði stór. Ég ætlaði að verða Halli og Laddi, hvorki meira né minna. Það var á þeim árum þegar þeir voru hvað vinsælastir.
Áhrifavaldar urðu ýmsir og áður en ég hafði náð heilum tug að aldri, var þetta búið að margbreytast, hver var flottastur í það og það skiptið.
Án efa hefur þó hljómsveitin Kiss verið efst á baugi þegar til baka er litið. Á þessum árum var oft mikið um dýrðir í Skarðshlíðinni og tónlistinni hljómaði líka oft ansi hátt.
Útvarpsmaðurinn og diskótekarinn kom snemma fram í manni, því ég setti oft hátalara út í glugga og spilaði tónlist af vel völdum hljómplötum fyrir megnið af hverfinu. Flytjendurnir sem urðu fyrir valinu voru sennilega oftast áður nefndir Kiss en einnig voru stundum Meat Loaf, Ellen Foley, Cars, Slade og Sweet.
Þetta var nú gert þegar Laufey systir var ekki heima, enda græjurnar hennar þandar til hins ítrasta. Henni er nú sennilega vorkunn, svona eftir á að hyggja, að hafa þurft að þola okkur Hauk en ég viðurkenni fúslega að ég var lang mesta vesenið og líklega hefur öllum á heimilinu verið vorkunn.
Læt mynd fylgja úr safni Guðbjartar. Þessi mynd segir meira en þúsund orð.
Pési vesen
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skíðasnillingur
6.2.2007 | 11:02
Hæ
Fortíðarljóminn er mikill þegar maður skoðar gamlar myndir. Guðbjartur var að senda mér nokkrar gamlar myndir sem hann skannaði. Ein af myndunum birtist í Vikunni, sennilega '78 eða '79. Þar er opninberuð skíðakunnátta mín, sem hefur verið ákaflega leyndur hæfileiki hjá mér síðan þá.
Á þessum fallega degi, þar sem Hlíðarfjall skartar sínu fegursta í sólinni, fáið þið að sjá Pétur á skíðum. (Smellið á mynd til að stækka)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)