Eldur í Eurovision
24.1.2007 | 14:07
Það var nú ekki mikill eldur í lögunum í Eurovisin- undankeppninni síðasta laugardagskvöld. Mér fannst þetta meira og minna mjög aumt að öllu leiti. Umgjörð keppninnar var einhvern veginn svo amatöraleg. Og svo voru það lögin. Sumir textarnir pössuðu ekki við lögin og mér fannst þetta eins og hver annar rútubílasöngur. Aðeins tvö lög sem mér fannst áheyrileg.
En næsta laugardagskvöld stígur undrabarnið frá Dalvík, Friðrik Ómar á stokk og hann heggur sko ekki á sér hælinn þó númerið sé smátt. Hann syngur lagið: Eldur eftir Grétar Örvars og Kristján Grétars. Ég hef heyrt þetta lag og líst vel á. Vissulega vil ég styðja strákinn en það er meira en það. Kraftur í laginu.
Sendum Friðrik Ómar í Eurovision. Ég skora á hann að heita á mig, að komist hann áfram, þá bjóði hann mér með til Finnlands. Það er nefninlega mjög gott að heita á mig eins og hana ömmu mína sem ég er skírður eftir.
Svo kjósum Friðrik Ómar á laugardaginn og sjáum hvort hann tekur áskorununni
Athugasemdir
Sæll Pétur. Ég verð að taka í sama streng með Eurov. þetta var hreint ömulegt. Það er gaman að vita hvort að þetta skáni eitthvað.
Haukur (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.