HM og Júró
27.1.2007 | 10:12
Gúd móníng.
Þetta er náttúrulega ellimerki að maður sé vaknaður kl.níu á laugardagsmorgni eftir djamm í gærkvöldi. Við Hulda vorum á árshátíð Kórs Glerárkirkju og Kórs Akureyrarkirkju. Ég var veislustjóri í partý-inu og það er skemmst frá því að segja að það var stuð. Þetta er skemmtilegt fólk sem kann að skemmta sér.
Í dag er leikur við Slóvena á HM. Ég óttast hann en um leið trúi að við vinnum hann. Slóvenar spöruðu sig í síðasta leik, nokkuð sem er að verða þekkt í þessari keppni. Vonandi verður dómgæslan þokkaleg en ekki slæm, sem líka er að verða þekkt í þessari keppni.
Við deilum þó ekki um eða við dómarann, látum hendur standa fram úr ermum og gerum okkar- gerum okkar -gerum okkar -gerum okkar BESTA. Það verður að vinna þennan leik. ÁFRAM ÍSLAND.
Svo í kvöld er undankeppni Eurovision. Eftir stórslys síðasta laugardagskvölds á ég von á betri lögum í kvöld.
Eins og ég sagði áður er Friðrik Ómar með gott lag og verðugur fulltrúi. Hann hefur verið lasinn strákurinn en ég trúi að sterasprauturnar komi honum í gegnum þetta.
En er nokkur hætta að hann verði tekinn í lyfjapróf eftir keppnina?? Nei, segi bara svona.
Koma svo, kjósum Friðrik Ómar
Athugasemdir
Góðan dag. Það verður gaman að fylgjast með leiknum í dag. Ég vona, eins og allir á klakanum, að þeir sýni sitt rétta andlit.
Ætli maður kíki ekki aðeins á Euro. Eins og þú sagðir hér fyrir ofan þá voru lögin hryllingur.
Haukur (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.