Fortíðarljómi
7.2.2007 | 09:39
Þegar ég var lítill var ég alveg ákveðinn hvað ég ætlaði að verða , þegar ég yrði stór. Ég ætlaði að verða Halli og Laddi, hvorki meira né minna. Það var á þeim árum þegar þeir voru hvað vinsælastir.
Áhrifavaldar urðu ýmsir og áður en ég hafði náð heilum tug að aldri, var þetta búið að margbreytast, hver var flottastur í það og það skiptið.
Án efa hefur þó hljómsveitin Kiss verið efst á baugi þegar til baka er litið. Á þessum árum var oft mikið um dýrðir í Skarðshlíðinni og tónlistinni hljómaði líka oft ansi hátt.
Útvarpsmaðurinn og diskótekarinn kom snemma fram í manni, því ég setti oft hátalara út í glugga og spilaði tónlist af vel völdum hljómplötum fyrir megnið af hverfinu. Flytjendurnir sem urðu fyrir valinu voru sennilega oftast áður nefndir Kiss en einnig voru stundum Meat Loaf, Ellen Foley, Cars, Slade og Sweet.
Þetta var nú gert þegar Laufey systir var ekki heima, enda græjurnar hennar þandar til hins ítrasta. Henni er nú sennilega vorkunn, svona eftir á að hyggja, að hafa þurft að þola okkur Hauk en ég viðurkenni fúslega að ég var lang mesta vesenið og líklega hefur öllum á heimilinu verið vorkunn.
Læt mynd fylgja úr safni Guðbjartar. Þessi mynd segir meira en þúsund orð.
Pési vesen
Athugasemdir
Djöfilli ertu flottur þarna. Það er alveg ótrúlegt að engin skildi kvarta undan hávaða á þessum tíma. Það var ansi oft allt í botni. Ég man ef að einhver hringdi dyrabjöllunni þá heyrðum við það ekki fyrr en á milli laga.
Haukur (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 21:07
hehehe þetta er snilldarmynd:) það er alltaf hressandi að rifja upp gamla og góða tíma:D
inga björk (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 13:36
sæll Pétur minn ,já há varstu vesen í þá daga EKKERT SMÁ,það er nokkuð ljóst að þú og Haukur á margar skemmtilegar hugmyndir,það var allt notað sem glamraði í á heimilinu,pottarnir hennar mömmu og makintons paukarnir,
þið vöruð hreinlega góðir það vantaði ekki ég man oft þegar maður kom labbandi úr skólanum þá glumdi hverfið af kiss lögum, það besta við þetta allt saman þú talar um að dóttir þín sé með vesen,Pétur þú varst margfallt verri en hún, en hún hefur nokkurn tíman verið hehe.hafðu það gott bróðir heirumst hressir. það er gaman að rifja svona upp ég er mikið búin að brosa og hlæja meðan ég hef verið að skrifa þetta og rifja upp gömlu góðu dagana
svavar þór (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 18:37
Til hamingju með afmælið Pétur. Á að fagna með miklum látum í kvöld? Bestu kveðjur, Haukur.
Haukur (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:15
Nú í dag á litli bróðir minn hann Pési vesen, eins og ég kallaði hann oft hér í gamla daga afmæli og vil ég senda honum mínar bestu afmæliskveðjur í tilefni dagsins og megir þú eiga góðann afmælisdag
Laufey, stóra systir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:14
Til hamingju með daginn! Það er spurning hvort þú sért ekki orðinn of gamall fyrir partyið á morgunn.
Hafþór Rúnarsson (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.