Takk
16.2.2007 | 09:19
Helló.
Takk fyrir góðar kveðjur á afmælisdaginn í gær. Átti ljúfan og góðan dag, eldaði góðan mat í gærkvöldi og bauð mömmu og pabba í mat, smá rauðvín og smá öl....... Það er alltaf gaman að eiga afmæli og með árunum verður manni svo kært þegar einhver man eftir manni. Ég reyni að muna afmælisdaga vina og ættingja en auðvitað er ekkert skrítið þó það gleymist í öllum hraðanum í dag. Tinna Rist á afmæli þennan dag líka. Vona að Þórður frændi minn lesi ennþá bloggið mitt og skili kveðju til hennar. Annars skilar Svavar bróðir og nágranni hans þessu bara
Framundan eru mikil verkefni í aukavinnunni sem er bara gaman. Á laugardagskvöldið er ég veislustjóri í Sjallanum.....vona samt að ég nái að horfa á Eurovision. Verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur yfir þessu. Held að keppninn verði hörð á milli Friðriks Ómars og Eika Hauks. Vona að Friðrik hafi þetta.
Hafið það gott um helgina. Hafþór, ég er sko sí-ungur og aldrei of gamall fyrir nokkurt partý
Audios
Athugasemdir
Elsku Pétur minn, til hamingju með afmælið í gær. Sorry að ég gleymdi því þegar ég hitti þig í gær. Það á að minna mann á svona lagað;) Ég veit ekkert hvað snýr upp né niður í mánaðardögunum lengur þegar ég er svona heima :)
Inga Björk (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:30
Elsku Pétur minn, til hamingju með afmælið í gær. Sorry að ég gleymdi því þegar ég hitti þig í gær. Það á að minna mann á svona lagað;) Ég veit ekkert hvað snýr upp né niður í mánaðardögunum lengur þegar ég er svona heima :)
Inga Björk (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:30
Elsku Pétur minn, til hamingju með afmælið í gær. Sorry að ég gleymdi því þegar ég hitti þig í gær. Það á að minna mann á svona lagað;) Ég veit ekkert hvað snýr upp né niður í mánaðardögunum lengur þegar ég er svona heima :)
Inga Björk (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:31
úbsí, e-ð klikk í kommentakerfinu hérna....þetta átti nú ekki að koma þrisvar sinnum
Inga Björk (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 11:33
Hæ elsku Pétur minn,jú,jú maður lítur alltaf á beina útsendingu af ævisögu þinni með nokkru reglulegu millibili,fer ekkert að klikka á því,já til hamingju með að vera komin yfir 36 árin,ég skal koma kveðjunni til Tinnu til skila,á von á að hún komi hingað á eftir,en ég var bara að skríða heim úr vinnunni,skreið óvenju hratt þar sem maður er komin í helgarfrí,alltaf notaleg stund,Tinna átti einnig góðan dag í gjær,við höfðum vit á því að gefa henni vöfflujárn í afmælisgjöf og pökkuðum soffunni,rjóma og sultu inn einnig svo við værum viss að fá eitthvað með kaffinu hjá henni,var hún mjög ánægð með það,annars stendur hún sig mjög vel í húsmóðurshlutverkinu,var búin að setja á tvær brauðtertur og karamelluköku svo þetta var bara næstum eins og hjá mömmu þinni þegar vöfflurnar fóru að fljúga á borðið.
Það er svæðisútvarp hér í Hirtshals sem maður hlustar mikið á ekki síst þegar maður er að dúlla sér í eldhúsinu,sem kemur ósjaldan fyrir,þeir eru með þann skemmtilega sið,heyri það þegar ég er að tía mig til í vinnuna um sex að morgni,en þeir segja alltaf frá einum fimm sem eiga afmæli,maður þarf helst að vera ansi mikið frægur til þess að komast á þann lista,en heyrði í gjær að þeir sögðu frá að danska handboltastjarnan Anja Andersen væri 38 ára,já það er skap í þeirri,veit alveg hvernig rauða spjaldið lítur út,er mest farin að annast þjálfun,ekki langt síðan að hún fékk rauða spjaldið einnig í því hlutverki fyrir kjafthátt,vórum að hlægja að þessu í gjær hjá Tinnu,og hún er í sama stjörnumerki og ég varð Tinnu að orði,hló svo og sagði að hún væri bæði mjög klár og dugleg sem er mikið rétt.
Við erum svo fegin hvað hefur gengið vel hjá þeim í Álaborg,var að lesa hjá Svavari að honum litist bara vel á vinnuna,fyrst hann er komin vel gegnum fyrstu vikuna sem er alltaf erviðast á nýjum stað´,þá á hann eftir að spjara sig,við áttum alveg ljómandi síðustu helgi saman,ekki skemmdi að Baldvin var mættur á svæðið,við biðjum bara fyrir ástarkveðjur til allra þinna,hafðu það bara sem allra best,þinn frændi Þórður
Þórður Rist (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 16:23
Sæll elsku Pétur og til hamingju með afmælið sorry að ég gleymdi því ég er rosaleg að muna eftir afmælisdögum.Ligg hér upp í rúmi og Jóhanna Margrét spriklar hér við hliðina á mér, búin að kúka á sig :) amma verður að fara að skipta á henni .Kær kveðja til fjölskyldunnar. Valla
Valla (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.