Í gráum bæ
19.2.2007 | 13:46
Ja nú er hann grár. Il fait gris.
Veðrið á Akureyri er yndislegt þessa dagana, grátt, pínu kalt en milt og úrkomulaust. I like it.
Ég er þreyttur eftir helgina Aumingja ég.
Vonbrigði helgarinnar voru nokkur.
X-factor á föstudaginn. Hef aðeins fylgst með þeim þætti og finnst ágætur. Ellý í QU4, sú mikla pönkdrottning finnst mér skemma þættina. En verst af öllu þótti mér að Siggi kafteinn skildi detta út. Óskiljanlegt Allan og þessi sænska skitu upp á bak í þættinum en héldu sæti sínu.
Svona er Ísland í dag, þjóðin er rugluð.
Eurovision á laugardaginn. Gat því miður ekki horft á þáttinn en sá frammistöðu Friðriks Ómars sem var til fyrirmyndar. Þjóðin kaus og Eiríkur Hauksson varð fyrir valinu. Ég varð vonsvikinn Friðriks vegna, en lagið sem Eiríkur syngur er mjög gott. Friðrik getur líka verið ánægður með annað sætið, þó skil ég að það er lítill ávinningur af því.
En dag einn fer hann í Eurovision og það er ekki langt í það.
Á laugardagsköldið voru Ingó og veðurguðirnir að spila í Sjallanum. Leggið þetta nafn á minnið því þarna er á ferðinni stórhljómsveit.
Konudagur í gær. Hulda mín fékk ekki blóm þann daginn og ekkert dekur, bara þreyttan og geðillan mann. Hún sagði reyndar að það væri konudagur hjá henni á hverjum degi. Eitthvað gerir maður þó rétt.
Hafið það sem allra best og verið væmin
Athugasemdir
Mikið skil ég þig. Ég er handónýtur eftir helgina og illa stemmdur. Það er svona, ekki alltaf jólin.
Ég hef ekkert fylgst með X factor, get því ekki tjáð mig um þau mál. Eins og þú veist er ég meira en sáttur með Eika. Ég verð að leggja þetta hljómsveitar nafn á minnið og vona að ég geti einhverntíman séð þá.
Haukur (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.