Menningarverðmæti
23.2.2007 | 14:28
Við lifum mörg hver í fortíðarljóma (nostalgíu)
Allt sem er gamalt er svo æðislegt. Hver kannast ekki við að finna lykt af einhverju sem minnir á gamla daga og ljóma yfir því. Heimur versnandi fer segja sumir. Þetta var allt miklu betra hérna áður segja aðrir.
Síminn: Einu sinni voru ekki allir með gemsa. Var það ekki bara betra?
Sjónvarpslausir fimmtudagar: Já, þá var nú gaman. Fjölskyldan talaði jafnvel saman.
Ég er einn af þeim sem er algjör sökker fyrir gömlu dóti og gömlum myndum. Sumt er líka þannig svo nálægt upprunalegu útliti, að manni finnst eins og maður fari aftur í tímann. Ég hef t.d. tvisvar farið á Hótel í þýskalandi sem hefur mikið til haldið upprunalegu útliti sem er í mjög gömlum stíl. Þarna líður mér eins og ég hafi fundið upp tímavelina.
Ef við horfum til baka getum við fundið nokkur dæmi þess að eitthvað sem er gamalt hefur verið endurnýjan og þar með tapast mikil menningarverðmæti. Ekki svo að skilja að ég sé á móti framförum og breytingum en það mætti stundum varðveita betur það gamla.
Ég var að skoða vef Minjasafnsins á Akureyri. Þar er hægt að skoða gamlar myndir, m.a. frá öskudeginum síðustu 30-40 árin eða svo. Þarna fór maður á flug yfir gömlum myndun frá Kjötiðnarstöðinni, úr Sana eða frá einhverri gömlu KEA búðinni. En það sem vakti athygli mína var, að þarna var nokkuð gömul mynd frá krökkum að syngja fyrir Ingva í Hólabúðinni. Og Hólabúðin er alveg eins og í ´gamla daga´.
Við skulum vona að svona tímaskekkjur eins og kalla má Hólabúðina, með jákvæðum formerkjum, haldist í okkar samfélagi áfram.
Til að undirstrika að ég sé ekki algjörlega vinstrisinnaður afturhaldsseggur, breyti ég útliti síðunnar.
Athugasemdir
Sæll. Ég hélt að ég væri á rangri síðu þegar ég opnaði bloggið hjá þér. Það er gaman að breyta til. Það er svolítð sérstakt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þú skrifar eitthvað sem ég er alveg að fara að skrifa um á blogginu mínu. Ég hef gaman af því að rifja upp það sem hefur gerst í gegnum tíðina. Ég gæti haldið endalaust áfram en það er best að segja þetta gott að sinni.
Haukur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.