Svona er Akureyri í dag
7.3.2007 | 11:35
Í dag oss heilsar dásemdar dagur.
og blessaðan vorangan núna ég finn.
Já mikið er nú bærinn fagur
Akureyri, er bærinn minn.
7.3.2007 | 11:35
Í dag oss heilsar dásemdar dagur.
og blessaðan vorangan núna ég finn.
Já mikið er nú bærinn fagur
Akureyri, er bærinn minn.
Athugasemdir
Flott mynd og góð vísa. Vildi að ég væri kominn á skíði í fjallið núna .
Haukur (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 12:14
Takk fyrir það Haukur. Hlíðarfjall hefur sjaldan verið fegurra en í dag. Ég fór í morgun og smellti mynd af fjallinu og Gústi hjálpaði mér með þetta.
Pétur Guðjónsson, 7.3.2007 kl. 12:27
.. já og minn líka.
Ég fæ bara heimþrá þegar ég sé myndina. Ég verð greinilega að fara að skreppa norður í bæinn minn fljótlega.
Bestu kveðjur úr sólinni og svifrykinu,
Guðbjartur.
Guðbjartur (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 17:13
Já Guðbjartur, það var fallegur dagur í gær en nú er þoka. Það er svona, maður lætur veðrið hafa ansi mikil áhrif á sig. En farðu að drífa þig norður maður. Þú gerir það þegar gesturinn þinn tékkar út
Pétur Guðjónsson, 8.3.2007 kl. 09:10
Það er ekkert víst að ég tékki út. Askoti fínnt hótel.
Haukur (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.