Frítt í strætó
9.3.2007 | 09:20
Um áramótin varð frítt í strætó á Akureyri. Gott mál.
Síðan þá hef ég notað almenningssamgöngur á AKureyri, fínt mál. Í morgun ætlaði ég að gera slíkt hið sama en komst að því; að það er líka alveg ókeypis að hlaupa á eftir strætó. Komst líka að því að vagnstjórinn á ekki klukku því ég sá hann sigla í burtu þegar þrjár mínútur voru þangað til hann átti að koma
Þetta er kannski liður í því að auka hreyfingu fólks. Það er skemmst frá því að segja að núna í morgunsárið hljóp ég í hundslappadrífu, skít og slabbi með Huldu mína á háhæluðum stígvélum..........Nei takk, ég held ég gangi heim, hér eftir.
Þetta er nú meira #!Q$%"$%&"$/#%&/($/()/(#%&/"$%&%$&
Athugasemdir
úbs, ekki gott að heyra.Ég tók einmitt strætó í fyrradag upp í þorp og labbaði heim. Þægilegt með vagninn, já þú sást mig einmitt á labbinu:) það var alveg stappaður strætó. kom mér skemmtilega á óvart.
inga björk (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 09:55
Jón hlaupari.
Haukur (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 14:42
Hæ. Ég nota strætó þegar leiðindaveður er og mikið er nú þægilegt að hoppa upp í vagninn og þurfa ekki að vera með klínk á sér, og strætó er miklu meira notaður síðann það varð frítt. Sé ykkur í anda hlaupa í slabbinu og vorkenni Huldu á háu hælunum
laufey (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 15:32
það verður allt í lagi first ég er komin heim
Fanney (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 22:23
Blessaður, Pétur.
Ingvar Valgeirsson, 12.3.2007 kl. 00:53
Blessaður, Pétur.
Ingvar Valgeirsson, 12.3.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.