Ný vika heilsar

Hellú.

Þá heilsar ný vinnuvika. Ég er nú bara nokkuð sprækur í dag enda náði ég að ganga í vinnuna í morgun. Hreyfing í morgunsárið munar öllu.

Er búinn að stofna nýjan flokk hér á síðunni sem heitir Bloggvinir.  Fyrsti bloggvinurinn er Guðbjartur Pétur Árnason eða Guffi frændi minn.  Hann er sonur hans Árna sem er að vestan.......og ég sonur Guðjóns að vestan.   Við erum því báðir jafn skrítnir Tounge

Ég fór í skírnarveislu í gær hjá henni Jóhönnu Margréti.  Yndisleg athöfn og góð veisla.  Átti svo náttfatasunnudag seinni partinn í gær sem er mjög gott.

Svo er það tilvitnun upphafi vinnuviku:

Grin

Þú hættir ekki að leika þér vegna þess að þú verður gamall.  Þú verður gamall vegna þess að þú hættir að leika þér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú sem sagt hættur að leika þér?

Leinivinur (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 16:37

2 identicon

já þessu er ég sammála Pétur að takast á við nýtt og fara gera ethvað það ýngir mann upp,hvort það er rétt eða ekki það er að prófa ethvað,hvort það er stórt eða lítið, ekki bara hanga og gera ekki neitt,það er ekki gott.

svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband