Til hamingju

Kooomið þið sæl og blessuð(að hætti Jóns Ársæls)

Í dag er 12.apríl. Fyrir þrettán árum kom litla stelpan mín í heiminn á afmælisdegi ömmu sinnar. Henni lá reyndar það mikið á að hún kom í heiminn 00:08 og mátti litlu muna.  En hún hefur verið með þetta á hreinu.

Þegar ég vakti Fanneyju í morgun varð mér hugsað til þess hvað hún er orðin stór, eiginlega allt of stór.  Þetta líður hratt.

Elsku mamma og Fanney, til hamingju með daginn.  Hafið það gott í dag sem aðra daga.

Fanney og mamma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Híhíhí.. mundi að það var annað hvort "barnið" sem átti afmæli í dag. Til hamingju með dömuna. Skil það vel sem þú segir með að þetta líði allt of hratt! úff.. Karen Ósk er orðin 5 ára og mér finnst eins og hún hljóti að fara að fara að heiman bráðum. a.m.k. allt of snemma  Þó mér finnist eins og hún hafi bara fæðst í fyrradag..

Kv. Erla M

Erla Hilmisdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 09:49

2 identicon

 

Hæ Erla.

Gaman að fá komment frá þér. Til hamingju með daginn fyrir tíu dögum

péturg (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 11:33

3 identicon

Takk fyrir það Pétur  

Erla (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 14:07

4 identicon

Ætla bara að segja góða helgi. Er ekki annars nýbúið að vera langt frí hjá ykkur. Þið eruð alltaf í fríi .

haukur (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 14:43

5 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Halló Haukur.

Já, við á Íslandi erum alltaf í fríi. Og nú tekur við tímabilið með öllum stöku frídögunum: Sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, Hvítasunna....... Þetta er svolítið ruglað tímabil.

En vonandi ferð þú að komast í frí.

Bestu kveðjur til Saudi arabiu.

Pétur Guðjónsson, 15.4.2007 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband