Lífið...
17.4.2007 | 08:25
...notkunarreglur er sýnt í Rýminu þessa dagana. Fór að sjá það um síðustu helgi.
Eftir erfiðan vinnudag í gær, fór ég að hugsa aðeins um þetta mikla verkefni okkar; lífið. Við erum í leit að réttu uppskriftinni, í leit að hamingju og í leit að góðu lífi, allt okkar líf.
En hver er uppskriftin. Þetta er spurning sem við leitum gjarnan að svari við. Eftir miklar vangaveltur í leit að svarinu, þá er svarið mitt: ég veit það ekki.
Eitt veit ég þó að jákvæðni, hófsemi, reglusemi og undirgefni ásamt ákveðni fleyta okkur langt í lífinu. Reyndar virðast undirgefni og ákveðni vera andstæður í upphafi. Ég held samt að með þetta að leiðarljósi, séu okkur allir vegir færir. Og áhyggjur held ég að séu óhollari en tóbak, áfengi og majónes.
En takið eftir því að sá sem hér predikar er ekki endilega sá sem eftir þessu fer.
Amen
Athugasemdir
Gaman af þessari færlsu hjá þér. Ég er samála því með áhyggjurnar. Ég var með miklar áhyggjur einn daginn í þessari vikur sem reyndust svo af ástæðulausu, gat ekki sofið fyrir þeim.
Bestu kveðjur á þessum ágæta föstudegi.
Haukur (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.