Af framkomunni skulum við kjósa þá!

Hæ.

Þá er vika til kosninga.  12.maí göngum við í kjörklefa og setjum X við eitthvað.

Ég er búinn að vera í ákveðinni tilvistarkreppu um það hvað ég ætla að kjósa.  Nú er ég þó að nálgast ákvörðun.  Og nálgast segi ég en ekki enn búinn að taka ákvörðun.  Leiðina að ákvörðun geng með með útilokunaraðferðum, þ.e.a.s. grisja úr hverja ég ætla ekki að kjósa.

 Í öllu þessu kosningafári sem hefur hellst yfir okkur að undanförnu, þá velti ég fyrir mér hvað fær fólk til að taka ákvörðun um það hvað skal kjósa? Jú, málefni, flokkshollusta, fólk.

Þetta síðastnefnda hlýtur að vega þungt. 

Birkir minn, sem er nýkominn á kosningaaldur,  sagði við mig í gær að einn flokkur kæmi til greina hjá honum vegna þess að frambjóðandi þar hefði átt samskipti við hann opinberlega fyrir ári síðan.  Þar hefði viðkomandi verið að sinna starfi sínu og komið virkilega vel fram.

Framkoma okkar skiptir gríðarlegu máli, það ætti ekki að þurfa að segja neinum.   Við uppskerum eins og við sáum.

Stundum eru frambjóðendur ákaflega gegnsæir þegar þeir fara allt í einu að brosa, korter í kosningar.  Þeir sem gera það eru ekki líklegir til að sýna heilindi í verkum ef þeir gera það ekki í framkomu.

Því segi ég það: Stóra málið er að kjósa fólk, fólk sem er líklegt til að koma fram við kjósendur sýna af heilindum.

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá - Af framkomunni skulum við kjósa þá. 

 

 

 

 

 

 </


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.

Smá athugasemd. Ég mun aldrei kjósa Steingrím J eða Ingibjörgu Sólrúnu sama hversu vel þau koma fram við mig. Takk fyrir.

Finni frændi (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:23

2 identicon

Sæll frændi.

Bara smá athugasemd. Ég mun aldrei kjósa Steingrím J. eða Ingibjörgu Sólrúnu, sama hversu vel þau koma fram við mig. Takk fyrir.

Finni frændi (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:36

3 identicon

Bara að kveikja í kjörseðlinum. Allir stjórnmálamenn eru ræflar og aumingjar og eru bara í þessu fyrir sig og sína. Og ekki orð um það meira. Jú þeir eru falskir líka.

Haukur (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 04:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband