Grætur Ísland í kvöld?
10.5.2007 | 12:34
Í kvöld stígur Eiríkur Hauksson á svið í forkeppni Eurovision. Þessi verðugi fulltrúi okkar á örugglega eftir að verða landi og þjóð til sóma.
En kemst hann áfram? Held reyndar ekki en það er ómögulegt að segja og skítt með alla tölfræði. Held að hún sé frekar ómarktæk.
Þessi keppni er okkur Íslendingum frekar hugleikin þó við viðurkennum það ekki. Við horfum og vonum.
Mér finnst þetta alltaf skemmtilegt. En sennilega er það staðreyndir síðustu ára sem gerir mann hóflega bjartsýnan.
Þegar Selma lenti í 2.sæti í Jerúsalem hafði hún þetta að leiðarljós: "Vonum það besta, búumst við hinu versta".
Áfram Eiríkur- áfram Ísland.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.