Eftir júró

Það var rosalega góð mæting á laugardagskvöldið í Sjallann. Eitt af því skemmtilegra sem maður hefur gert.

Það er alveg ljóst að eurovision stemningin væri á sínum stað þrátt fyrir að Eiki Hauks hafi ekki verið meðal keppenda í aðalkeppninni og að einhver trukkalessa hefði unnið keppnina. 

Mér var í raun slétt sama hvernig keppnin færi. Átti þarna mín uppáhalds lög en þetta breytti ekki miklu fyrir mér.  Svo virðist sem þetta hafi ekki heldur breytt miklu fyrir stjórnendur kosningavöku sjónvarpsins, því þeir voru auðvitað á nálum að fólk færi að horfa á Stöð 2.  Þannig að áður en stigagjöf kláraðist var köttað....en kannski var bara öllum sama.  Kosningarnar voru miklu meira spennandi en eurovision enda vorum við Íslendingar að taka þátt þar...og þar sem meira var, einu þátttakendurnir.  Og hvað er betra fyrir svona sjálfhverfa þjóð.  Já, þessi þjóð.

En svo virðist sem landinn hafi sleppt sér í landa eða eitthvað þess háttar um helgina, svona miðað við það hvernig allir eru eitthvað dofnir svona í upphafi vinnuviku.  

Gott og vel, drekkum í dag og iðrumst á morgun segir einhvers staðar og þannig hefur það verið.

 Þetta höfðum við Siggi Rún a.m.k. að leiðarljósi á laugardagskvöldið þegar þessi mynd var tekin í Sjallanum.

 bland-i-poka-215


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur greinilega verið rosastuð í sjallanum, ég svaf nú bara í sófanum hérna hinu megin við götuna og vaknaði annaðslagið til að kíkja á nýjustu úrslit úr kosningunum. Sá örfáar hræður dröslast fyrir utan sjallann um 5 leytið alveg ofurölva:D

Inga Björk (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:06

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Sé ég þig ekki á Amour í kvöld eða annað kvöld, blindfullan og vitlausan?

Ingvar Valgeirsson, 18.5.2007 kl. 12:48

3 identicon

sæll,bróðir þið eru flottir á þessari mynd í góðum gír.

ætli bara kasta á þig hveðju,hafðu það gott heirumst hressir.

svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband