Það er komið að bloggi
22.5.2007 | 09:29
Kooomið þið sæl og blessuð.
Það er komið að bloggi. Ég stend því miður ekki undir nafninu ofurbloggari þessa dagana.
Nú er vor í lofti og kaldur vindur-merkilegt með íslenska vorið, það er napurt. En skjótt skipast veður í lofti...og þannig er það með skapið líka, amk hjá mér. En ekkert alvarlegt, bara misgóðir dagar. Það er góður dagur í dag
Styttist í sumarfrí. Við förum suður á föstudag og út á miðvikudaginn 30.maí. Er að fara á suðrænar slóðir, sem er ekki slæmt.
Að lokum eru hér spakmæli sem ég heyrði í gær í þættinum:Vítt og breitt á Rás 1. Þar var vitnað í Guðbjart Jónsson og afbökun á spakmælum hans. Eitthvað finnst mér líklegt að Guðbjartur þessi sé nú frændi minn, fyrrum Vagnstjóri á Flateyri.
En spakmælin sem höfð eru eftir honum, eru þessi:
"Sá vægir sem veit ekki meira" og "Þegar neyðin er stærst, þá verður hún ekki mikið stærri"
Hann sagði líka eitt sinn: "Þessi maður er sko á undan sinni framtíð"
Góðar stundir
Athugasemdir
Það er nú meiri þvælingurinn á þér alltaf. Hvert er nú verið að fara? Á að liggja við laugina og drekka Margarita?
Haukur (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 12:59
Já Haukur, þú ert ekki sá eini sem þvælist, hehehehe.
Nú er ég að fara í siglingu um miðjarðahafið og drekka mikið af margarita. Það er sundlaug í skipunu og bar í hverju horni.
Pétur Guðjónsson, 22.5.2007 kl. 14:45
Þetta hljómar mjög vel. Ég held að ég skelli mér bara líka. Hvaðan fer dallurinn?
Haukur (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 15:24
Hann leggur upp frá vinum þínum á Spáni, Barcelona. Svo er siglt til Frakklands og svo til Ítalíu.
Uno cerveza, porvavor
Pétur Guðjónsson, 22.5.2007 kl. 16:16
já það er nú gaman að heira frá ykkur bræður,saman út á sjó í skipi með sundlaug,og bar á hverju horni,ja mikið voðalega held ég að rakin yrði mikill með þetta allt til staðar ef þið silgduð saman á þessu skipi ég er samt ekki viss að rakin yrði meira á útanverðu en innan þó að þið séu á sjó og með sundlaug um borð þið eruð góðir saman og ekki væri nú leiðinlegt að ferðast með ykkur í svona siglingu,það yrði allavega ein þurr að innanverðu,hafðu það gott pétur minn og skemmtu þér vel í fríinu.
svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.