Dagur eitt-punktur

Komið þið sæl.

Þá er ferðalagið hafið. 

Við lögðum af stað, ég, Hulda og Fanney kl. 18:00 í kvöld. Fengum alls konar sýnishorn af veðrum á leiðinni en góða færð, utan smá kafla á Holtavörðuheiði.  Við komum í Borg óttans rétt fyrir ellefu.  Það má segja að kvöldið hafi skartað sínu fegursta.  Já, Akrafjall og Skarðsheiði voru eins og fjólubláir draumar og ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. 

Við komum svo í Garðabæinn þar sem við höfum húsaskjól. Hér munum við vera fram á þriðjudagsmorgun.  Fanney verður með okkur um helgina en fer heim á þriðjudag.

Á morgun förum við svo í brúðkaup hjá Kalla frænda hennar Huldu.

Hér koma myndir af húsinu sem við gistum í og heimasætunni á heimilinu, sem er hér ásamt Fanneyju. 

IMG_1335

 IMG_1321


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Pétur flott að allt gekk vel á leið í borg óttans,

gangi ykkur vel og njótið að vera til,mun fylgjast vel með ferðalaginu ykkar hafið það gott.

svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband