Dagur tvö-Brúðkaup
26.5.2007 | 23:15
Sælt veri fólkið.
Þá er það dagur tvö í ferðalaginu mikla. Enn erum við innan íslenskrar lögsögu í Urðarhæð í Garðabæ.
Í dag fórum við í brúðkaup. Athöfnin var í Fríkirkjunni í Reykjavík. Við Hulda lögðum snemma af stað til þess að koma nú ekki of seint. Það er skemmst frá því að segja að við vorum mætt tímanlega í Fríkirkjuna....í HAFNAFIRÐI... Áttuðum okkur á því að við þekktum brúðgumann þar ekki neitt þannig að nú var brunað í Fríkirkjuna í REYKJAVÍK. Niður við tjörn fundum við ekki bílastæði og máttum hlaupa.....þetta minnit á Four weddings and a funeral.
Svo var veislan í sal Vídalínskirkju. Brúðhjónin voru Kalli og Eva en hann er frændi hennar Huldu.
Hér koma nokkrar myndir.
Athugasemdir
þarna er frænda rétt líst he he enn góða skemmtun í ferðinni og ég ætla að fylgjast með ykkur hérna á netinu og láta ykkur vita hvernig snjórinn er þykkur hér á landi ,,hef enga trú á að hér komi sumar þó að í dag sé þetta fína veður kveðja úr hjallanum Guffi frændi
Guffi Árna, 27.5.2007 kl. 08:49
já Pétur það hefði ekki verið þú og Frú Hulda ef þetta hefði gengið snuðrulaust,þetta eruð þið er réttri mynd hehe þið eru yndisleg,hafið það gott Pétur minn
svavar þór G (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.