Dagur fimm-Leifstöð

Halló, halló.

Jæja, þá erum við komin á Leifstöð. Við sitjum hér og sötrum öl og hvítvín. Vöknuðum kl. þrjú í nótt og höfum sofið þrjá tíma.  Fengum okkur smá koníak í gærkvöldi, ég og Kristmann.  Samt er enginn þynnka og allt í sóma.

Það var erfitt að kveðja hana Fanneyju mína í morgun.  Við höfum aldrei farið svona lengi frá börnunum okkar.  En það er gott að sakna stundum því þá er svo gaman að hittast aftur.

Framundan er mikil ferð. Flug kl. sjö á Köben og svo þaðan til Alicante.  Veit ekki hvort ég blogga í kvöld en ég geri það ef ég get.

Jæja, góðir farþegar, allir um borð.  

Hér koma splunkunýjar myndir sem ég var að taka hér á Leifstöð.

Skál!!

IMG_1395IMG_1396


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guffi Árna

sall frændi góða ferð ég er að fylgjast með ykkur,,gaman að því enn sumir þurfa núna að fara að vinna enda er kl að verða 8.00..njótið alls kveðja Guffi frændi

Guffi Árna, 29.5.2007 kl. 07:46

2 identicon

Ég hata ykkur !! <3<3<3

Birkir Örn (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 12:35

3 identicon

Þá er klukkan að verða 8 hjá mér. Þið eruð líklega í Danmörku núna eða á leiðinni til Spánar. Ég vona að þið skemmtið ykkur vel. Ég væri ekkert á móti því að skpreppa í svona reisu, fyrr heldur en seinna.

Bestu kveðjur og hafiði það sem allra best.

Haukur (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 12:52

4 identicon

Nei!! kemur á óvart að mamma er með lokuð augun á myndinni.En það var líka erfitt fyrir mig að kveðja ykkur og ég vona að þetta verði fljótt að líða.En þið eruð farin til þess að skemmta ykkur og þið verðið að gera það og ekki hugsa hvað er leiðinlegt að við séum ekki hjá ykkur heldur hugsa hvað það verður gaman að koma heim.Eruð þið ekki allveg öruglega búin að kaupa eitthvað nammi og svona handa mér??!

Fanney (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 08:24

5 identicon

 Njótið ferðarinnar!

Jóna F (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband