Komið á netið
31.5.2007 | 21:59
Halló, halló, halló.
Þá er ég loksins kominn á netið. Erum í Barcelona þessa stundina á ljómandi fínu hóteli.
Þessi ferð hefur verið ævintýri likust hingað til og er rétt að byrja.
Smá ferðasaga.
Við flugum út á þriðjudagsmorguninn. Fórum ósofin á fætur kl þrjú, flugum kl sjö á Köben og svo til Alicante. Vorum komin til Alicante rúmlega sex að íslenskum tíma, rúmlega átta að spönskum. Fórum og fengum okkur að borða og svo á hótelið. Þegar þangað var komið fannst okkur hótelið ekkert spes. Og í allri þreytunni fengum við heimþrá og söknuðum barnanna okkar..rugluð.
Daginn eftir leit allt betur út, sem sagt í gær. Við fórum á ströndina og höfðum það huggó.
Um kvöldið komu kórfélagarnir. Við sóttum þau á völlinn og fylgdum þeim á hótelið. Svo í morgun var farið af stað keyrandi í rútu til Barcelona. sú ferð tók níu tíma.
Nú ligg ég uppi í rúmi á hótelherberginu og blogga. Barcelona er stórkostleg borg, mikil borg. Við verðum hér á morgun en förum svo í siglinguna á laugardag. Það verður gaman.
En njótum líðandi stundar, ætla að opna mér einn öl enn, þó klukkan sé að verða miðnætti.
Blogga aftur á morgun, en hér koma myndir sem eru frá Alicante.
Athugasemdir
Jæjja loksins getum við talað á msn.Flott blogg og gaman að geta fylgst með.
Bestu kveðjur frá Akureyri
Fanney (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.