Allir í góðum gír í Barcelona
1.6.2007 | 19:59
Sælt veri fólkið.
Þá er að blogga aðeins frá dvölinni hérna í Barcelona og þessari miklu ferð.
Það eru allir hressir og kátir. Þegar ég hef sagt ferðafélugum okkar frá þessari síðu, vilja allir láta sína nánustu vita til þess að þeir geti fylgst með. Það er hið besta mál. Þannig að ég geri ráð fyrir að margir séu að skoða þessa síðu sem þekkja mig ekki neitt.
Þetta ferðalag hefur gengið ofsalega vel. Það eru allir svo ánægðir með hótelið hérna í Barcelona enda er það frááábært. Staðsetningin er eins og best verður á kosið og allir ánægðir. Þannig að það er allt í ljóma......7-9-13
Við Hulda fórum í smá vinnuferð í dag vegna vinnunnar hennar. Færðum ferðaskrifstofunni sem er í miklum viðskiptum hjá, íslenskan bjór. Lentum þar í kampavínspartýi og mikið gaman.
Nú er klukkan að verða tíu hér á Spáni. Við Hulda eigum eftir að fara og fá okkur eitthvað snarl. Það verður ekki meira því á hádegi á morgun förum við í skipið og munum vera þar í sjö daga. Mér er sagt að þarna verði maður kóngur í viku. Ég hlakka til.
Það er alveg óvíst hvenær ég blogga næst. Í skipinu er margt frítt og annað rándýrt. Þannig að ef internet aðgangur er rándýr verður það ekki oft en alveg pottþétt einhvern tímann.
Held að mér sé óhætt að skila góðum kveðjum á klakann frá okkur öllum hér í Barcelona. Frábær hópur sem skemmtir sér vel og ætlar að leika kónga og drottningar í viku......
Bestu kveðjur heim á klakann og hér eru nokkrar myndir.
Athugasemdir
Gaman að heira í ykkur og gaman að sjá að þið hafið farið í búðir.Ef ég má giska er mamma búin að sja 1000 búðir og búin að skoða 999.Það er æðislegt veður.Það er 18 stiga hiti en það sem eiðileggur það er að það er frekar mikið rok hérna á akureyrinni.Í gær var gaman hjá mér.Ég fór í vorferðina og þegar ég kom heim hékk eg þar til sex hjálpaði ömmu og fór til bippa.Ég var komin til bippa klukkan svona um sjö, þá var amma búin að skúra og var hjá bippa til klukkan hálf tólf um kvöldið.Eins og þú sérð er ég búin að skemmta mér stórkostlega og vona að þið gerið það líka.Best kveðjur frá "klakanum"
Fanney (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 09:44
Hæ, hæ! Frábært að heyra hvað ferðin fer vel af stað. Ég fylgist með héðan frá eldhúsborðinu af miklum áhuga... vildi bara að ég hefði komist með ykkur... hefði ekki haft mikið á móti því að sötra eins og eitt glas rauðvín þarna í hitanum og sólinni. Endilega skiliði kveðjum frá mér á kórlínuna eins og hún leggur sig með von um áframhaldandi gleði og næsheit.
Bestu kveðju, Jóna Valdís, fv. formaður KG
Jóna Valdís (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 11:34
Hæ,hæ elsku vinur,já mikið er gaman að sjá hvað þetta er allt spennandi hjá ykkur,ekki einu sinni lýgi eins og ein góð vinkona mín segir stundum,að vera búin að dvelja í einni frægustu og fegurstu borg Spánar og nú á þessari stundu þegar þetta er pikkað að vera stíga um borð í ævintýrasiglingu,eins og ég sá að Inga Björk hafði skrifað í gjær,segi ég eins,maður hrífst með og ýmandar sér ef í þínum sporum væri nú um hádegisbilið á þessum ágjæta laugardegi þann 2.júní 2007 þá er verið að koma sér að inngangnum í fína skipið,stór kaðalstigi fyrir höndum,þú að sjálfsögðu forustusauður,prílar upp með þinn farangur kófsveittur með konuna og allann kirkjukórinn í eftirdrægi,hjálpar svo þegar inn í skipið er komið taka brosandi blómarósir á móti ykkur og greiða leiðina að svítunum,fyrsta sem blasir við þar er mínibarinn með svalandi øllurum frá ýmsum þjóðlöndum,gott start á vonandi dásamlegri sjö daga siglingu,þú leiðréttir bara á blogginu ef byrjunin hefur verið eitthvað öðruvísi en svona,nú þótt að internetið kosti eitthvað á skipinu þá genguru bara um með söfnunarbauk eins og hjálpræðisherinn geri þegar honum vantar pening,ekki síst þegar þú ert að blogga fyrir svona marga þá er örugglega höndin laus hjá fólki að fara í vasana sína sem eru örugglega fullir af klinki til að gefa þjónustufólki þjórfé sem fólk er vant á svona slóðum,svo heimasíðan hjá þér ætti að vera auðsótt mál að styrkja,nú ef einhver afgangur er notaru það bara sem drykkjupeninga,ekki góð hugmind Pétur minn... Allt gott að frétta héðan nyrst frá Danmörk,ég er að fara í grísaveyslu í kvöld á vegum vinnunar,hún er makalaus,Lára mín ætlar að horfa á Danina keppa við Svíana í kvöld í fótbolta,en það er alltaf heitt í kolonum ef er landsleikur þar á milli,ástarkveðjur til Huldu,Danna og Sigrúnar,megi þið njóta ferðarinnar og hafa það reglulega skemmtilegt,hlakka til að sjá næstu færslu og myndir,við fylgjumst með,góða ferð,Lára biður mjög vel að heilsa,þinn frændi Þórður
Thordur Rist (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.