Stelpurnar

Helló.

Þá er kominn föstudagur. Þokan strýkur gluggann minn en ég er með sól í sinni. Reyndar er einhver kvefskítur að hrjá mig en það lagast.

Helgin er framundan. Held að ég verði í fríi en veit það ekki ennþá. Smá óljóst með eitt spilerí. Þá er bara að njóta helgarinnar. Ætla að taka á móti Guðbjarti bróður sem ætlar að koma norður og sækja sér andlegan stuðning frá amstrinu í borg óttans0 Við pöntum hér með sól, þá verðum við bræður bara við grillið0 jafnvel með EINN öl.

Takk fyrir kommentin, þau skipta mig miklu máli og alltaf gaman að heyra í ykkur, jafnvel bara hæ og bæ.

Svo ef þið viljið sjá mig á sundskýlu, þá leik ég aukahlutverk í Stelpunum á Stöð 2 í kvöld. Verst að ég  náði ekki að tálga mig fyrir þáttinn, þannig að þið verðið að horfa á þetta í WIDE SCREEN0

Megið þið eiga brosandi0 góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er verst að ég get ekki kíkt í grill og öl.
það er ljótt að það er ekki hægt að ná stöð tvö á netinu svo að ég geti séð hvernig þú stendur þig í aukahlutverkinu.

Haukur (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 12:49

2 identicon

Sæll ,

Það væri nú gaman að hafa stöð2 til að geta séð þig á skýlunni.

Eigðu sjálfur góðan dag og helgi.

Sússi (IP-tala skráð) 23.6.2006 kl. 18:03

3 identicon

Heill og sæll félagi, þú ert duglegri að kommenta á mitt blogg en ég þitt. það er alltaf gaman að heyra frá þér. Ég ætla sko ekki að missa af þér á skýlunni haha. Þú veist að þú nærð kvefinu ekki úr þér með einum öl, ég held að þurfi ekki minna en??????????
Kær kveðja elli

elli (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband