If tomorow never comes
5.7.2006 | 21:50
Stundum getur lífið verið þyrnum stráð. En stundum erum við lika að gera allt miklu erfiðara en það þarf að vera.
Í dag fékk ég sent í pósti dæmisögu um mann sem hefur þurft að horfa á eftir konunni sinni yfir móðuna miklu og sér eftir því að hafa ekki gert þetta og hitt með henni. Farið með henni á uppáhalds veitingahúsið hennar, gefið henni meiri tíma eða bara sagt henni oftar að hann elskaði hana. Það var of seint þegar hún var dáin.....
Við horfum misjafnlega á hlutina, hvort er glasið hálf tómt eða hálf fullt??
Ég var að hugsa um það í þessu samhengi að lífið er kannski eins og mjólkurglas.......
Mjólk er best að njóta á meðan hún er köld og góð. Maður sturtar þó ekki endilega öllu glasinu í sig í einu en nýtur þess.
Það er til lítils að ætla að spara mjólkina þar til hún verður súr, af því að þú ætlar að drekka hana seinna.
Þannig að: Lífið er ekki bara eins og konfekt-kassi eins og í Forest gump, lífið er mjólkurglas.
Njóttu þess á meðan þú getur.....
Og eitt enn. Ekki bara segja já: GERÐU ÞAÐ.
Verum glöð og góð við hvort annað og njótum lífins NÚNA!!!
Og til ykkar allra sem ég má aldrei vera að því að tala við, segi ég,
mér þykir vænt um ykkur.
Pétur
Í dag fékk ég sent í pósti dæmisögu um mann sem hefur þurft að horfa á eftir konunni sinni yfir móðuna miklu og sér eftir því að hafa ekki gert þetta og hitt með henni. Farið með henni á uppáhalds veitingahúsið hennar, gefið henni meiri tíma eða bara sagt henni oftar að hann elskaði hana. Það var of seint þegar hún var dáin.....
Við horfum misjafnlega á hlutina, hvort er glasið hálf tómt eða hálf fullt??
Ég var að hugsa um það í þessu samhengi að lífið er kannski eins og mjólkurglas.......
Mjólk er best að njóta á meðan hún er köld og góð. Maður sturtar þó ekki endilega öllu glasinu í sig í einu en nýtur þess.
Það er til lítils að ætla að spara mjólkina þar til hún verður súr, af því að þú ætlar að drekka hana seinna.
Þannig að: Lífið er ekki bara eins og konfekt-kassi eins og í Forest gump, lífið er mjólkurglas.
Njóttu þess á meðan þú getur.....
Og eitt enn. Ekki bara segja já: GERÐU ÞAÐ.
Verum glöð og góð við hvort annað og njótum lífins NÚNA!!!
Og til ykkar allra sem ég má aldrei vera að því að tala við, segi ég,
mér þykir vænt um ykkur.



Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr. Takk pétur minn , mér þykir líka vænt um þig og lífið allt.
Magga Lára (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 11:09
Takk, Magga Lára.
Péturg (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 11:13
Ég tek undir þetta Pétur. Það er gaman að heyra svona hluti og minna okkur á hvað það er mikilvægt að njóta hvers dags og að vera góð við hvort annað.
Mér þykir líka vænt um þig og ykkur öll.
Bestu kveðjur
Haukur (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 12:22
Góða helgi:)
Laufey (IP-tala skráð) 7.7.2006 kl. 17:58
segi bara skál!
gaman að hitta þig í vinnunni;)
þykir vænt um ykkur öll líka..
góða helgi..
inga björk (IP-tala skráð) 8.7.2006 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning