Sunna á sunnudegi

Mér hefur ekkert gengið að njóta nærveru sólarinnar um helgina. Hef haldið mig í herberginu með dregið fyrir. Þetta er náttúrulega alveg glatað.
Ekki er maður nú neitt sérlega hress en þetta lagast.

Í gær var ég dunda mér í þvottahúsinu þegar góður maður, búsettur erlendis, birtist í forstofunni með blóm handa Huldu, koníak handa mér og nammi og fleira handa krökkunum. Það var samt besta gjöfin að fá að sjá kappann en hann stoppaði nú bara í tíu mínútur en kemur kannski aftur áður en hann yfirgefur klakkann. 

Inga Björk frænka mín á afmæli í dag. Svo á morgun á Valla mamma hennar afmæli og ætla ég að senda þeim báðum mínar bestu hamingjuóskir.
Inga Björk er 25 ára en mamma hennar er hætt að telja0 .........
Til hamingju mæðgur.

Jæja, Hulda er að koma með einhverjar uppbyggilegar DVD-myndir til að horfa á.

Megi vinnuvikan verða ykkur ánægjuleg....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir afmæliskveðjuna. Vonandi ertu hress á mánudegi.

Inga Björk (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 10:07

2 identicon

Takk fyrir kveðjuna Pétur,er ekki hætt að telja ég er 44 ára í dag og er stolt yfir aldri mínum og segi hverjum sem vil vita hann.Það er svo gott að eldast og þroskast ertu ekki sammála mér Pétur?
Góða vinnuviku bið að heilsa öllum,komin sjálf í sumarfrí:)
Kveðja Valla.

Valla (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 10:20

3 identicon

Takk fyrir það mæðgur. Ég er bara nokkuð hress í dag Inga.
Jú, Valla. Reyndar finnst mér lífið alltaf betra og betra með aldrinum og auknum þroska.
Ég notaði orð Jóhanns bróður þíns um daginn þegar hann varð fertugur, þá sagðist hann vera hættur að telja.
Hafðu það gott í sumarfríinu og njóttu dagsins.

Péturg (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband