Sólardagur
28.6.2006 | 12:28
Sælt veri fólkið.
Þessi fallegi dagur. Erum við að tala um að sumarið sé komið? Vonandi.
Sit hérna í vinnunni í þessu góða veðri. Það væri nú ekki slæmt að vera úti í sólini. Var samt duglegur í morgun og gekk í vinnuna.
Þetta er svona veður sem menn vilja vera úti og stunda sitt sport. Nú væri ekki slæmt að fara og skjóta einhverja fugla eða eitthvað annað.
Með þeim orðum óska ég Hafþóri frænda mínum til hamingju með daginn,hann er átján ára í dag og getur vonandi notað daginn til þess að gera eitthvað skemmtilegt.
Þú átt boðsmiða í Sjallann Hafþór minn, hafðu bara samband. Þetta á auðvitað við um Baldvin Þór líka sem er nýlega líka kominn með aldur til þess að tjútta í Sjallanum.
Njótum þes að vera til og smælum framan í heiminn.
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Það er ánægjulegt að heyra að það sé nú komið gott veður hjá ykkur. Það er ekki spennandi þegar sumarið á að vera komið en kemur ekki. Það eru vitanlega kostir og gallar við allt. Næsta vetur þá verður þú ekkert smá ánægður að vera að vinna inni. Ég hef kinnst því hvað það er erfitt að vinna úti í kuldanum. Mér hefur stundum verið svo kalt að ég hefi ekki verið viss hvort fingurnir séu ennþá á sínum stað.
Tek undir það. Brosum í hringi.
Haukur (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 13:18
Þakka þér.
Auðvitað notaði ég daginn til að gera eitthvað skemmtilegt, var að afpakka loðnu til 3 og brytjaði hákarl niður eftir vinnu. Það var mjög gaman en líklega hefði verið skemmtilegra að skjóta einhverja fugla.
Hafþór (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 18:02
Það er óhætt að segja að sumarið sé komið sól og hátt í tuttugu stiga hiti dag eftir dag, sem betur fer er skrifborðið mitt við opnanlegan glugga í vinnunni en það vantar stundum gustinn inn:-)
Laufey (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 13:29
Pétur! Kominn með síðu! Blogga á herjum degi, endilega fylgjast með og kommennta! ;)
runar
rúnar (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 18:38
Rúnar, hver er slóðin hjá þér?
Péturg (IP-tala skráð) 29.6.2006 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning