Sólin er ólgandi inni í mér

Helló.
Jæja, þá erum við komin heim úr útilegunni. Fórum í Ásbyrgi og var það fínt. Veðrið var svona upp og ofan, alltaf dálítið hvasst en sæmilega heitt og sólin lét oft sjá sig.
Við vorum búin að koma okkur fyrir um níuleitið á föstudagskvöldið. Hulda var ekki búin að vinna fyrr en kl sex á föstudaginn og fórum við af stað um sjö. Birkir fór ekki með okkur og var það skrítið að fara án hans. En dvölin var fín og viti menn, við erum bara sólbrunnin0 en það er nú ekkert að ráði.

Fórum svo í dag á heimleiðinni í heimsókn í Auðbjargarstaði, sem er óðalssetur Laufeyjar systur og fjölskyldu. Gaman að koma þangað, en ég hef ekki komið síðan 2002.
Svo núna er búið að grilla borgara og verið að fara að horfa á videó. Best að hlaða rafhlöðurnar fyrir komandi viku.

Megið þið eiga góða vinnuviku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var búinn að vara þig við sólinni. Sennilega varstu farinn þegar ég skrifaði. Það er svona.
Annars hef ég bara haft rólegan dag á Ítalíu.
Ég segi bara góða vinnuviku.

Haukur (IP-tala skráð) 16.7.2006 kl. 19:55

2 identicon

Já, að hugsa sér, maður er sólbrunnin á Íslandi.
Annars heyrði ég í útvarpskonu á fm 957 í gær sem talaði um að íslenska sólin væri svo góð. Við erum nú mest og best í öllu en ekki vissi ég að við værum með okkar sérstöku sól á Íslandi??
En það er greinilega margt sem við ekki vissum.

Péturg (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 09:42

3 identicon

Það var nú gaman að fá ykkur í heimsókn í gær og talandi um sólina nú skín hún skært og örugglega hátt í tuttugustiga hiti úti. Það er eins og það sé alltaf besta veðrið á virkum dögum.

Laufey (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 13:15

4 identicon

Nákvæmlega, alltaf best á virkum dögum. En það lítur út fyrir að það verði gott um næstu helgi ef spáin gengur eftir.
En núna er pínu erfitt að vera að vinna inni....

Péturg (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband