Sól í dag-helgin búin

Þá er enn einu sinni kominn mánudagur. Það er í sjálfu sér ekkert slæmt. Það er óhugnaður hvað þetta líður hratt og allt í einu stendur maður frammi fyrir því að mánudagurinn heilsar og Dagskráin að koma út.

Ég átti annars fína helgi. Föstudagskvöldið var djammkvöld. Við Gústi vinnufélagi og æskuvinur fórum á tjúttið á Vélsmiðjuna, sem var bara mjög gaman.

Á laugardaginn var göngudagur. Ég, Hulda og Fanney gengum upp í Skíðahótel og til baka, mjög erfitt en gaman. Svo um kvöldið var það vinna.

Gærdagurinn var rólegur, fór ekkert á fætur, bara náttföt og horft á úrslitaleikinn. Hélt nú með Frökkum en svo sem ekkert ósáttur við úrslitin. Vorkenndi Zidane, þrátt fyrir að maður geri ekki svona. Hinn hefur ögrað honum eitthvað.

Mér sýnist að góða veðrið sem yfirgaf okkur Akureyringa um tíma hafi komið aftur0 Enda er öfundartónn í bræðrum mínum, Guðbjarti og Svavari sem eru að rigna0 niður í borg óttans, Reykjavík.

Segi bara, megi lífið leika við ykkur. OG!!! Komment óskast....

Over and out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Zidane er nú bara asni að hafa gert svona. Búinn að vera frábær alla HM og svo gera svona í úrslitaleiknum! Þetta var líka síðasti leikurinn hans, ætlaði að fara að leggja skóna upp á hilluna eftir þennan leik þannig að þetta var bara heimskt. En gott að það sé komið almennilegt veður. Hehe það er ný bara grill hérna! Skila kveðju til allra.

rúnar

rúnar (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 18:27

2 identicon

Já Rúnar, þú segir það. Mér finnst að ef Materazzi hefur sagt eitthvað við hann,sem allar líkur eru á, þá líti þetta aðeins öðruvísi út.
Það réttlætir samt ekkert það sem Zidane gerði en hinn Materazzi er jafn sekur í þessu máli.
En svona er fótboltinn.
Bið að heilsa í grill-veðrið :-)

Péturg (IP-tala skráð) 10.7.2006 kl. 22:02

3 identicon

Eitt stutt frá Bangladesh. Var að koma hingað fyrir stuttu síðan. Gott að komast í góða sturtu og fá góða máltíð. Þetta er búið að vera mikill þvælingur og ansi strembið, það gengur samt allt bara vel hingað til.

Þetta var leiðinlegt með Zidane. Ítalarnir eru sem hamingjusamir. Nýju vinnufélagarnir mínir eru flestir Ítalar.
Bestu kveðjur

Haukur (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 18:04

4 identicon

Gaman að heyra frá þér Haukur, í Bangladesh. Vona að þú bloggir fljótlega.
Gangi þér sem best.

Péturg (IP-tala skráð) 12.7.2006 kl. 21:13

5 identicon

Takk fyrir það. það hefur gengið vel hingað til.
Ég er búinn að blogga. kíktu á það.

Haukur (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 12:21

6 identicon

Heyrðu manni. Ég er númer 14000.
Best kveðjur frá Bangladesh.

Haukur (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 12:55

7 identicon

Þá er enn ein helgin að koma, mánudagur í gær fösturdagur í dag, ætla austur í dag þegar ég er búin að vinna þar á að vera bjartast um helgina, sól og rababaravín. Skál

Laufey (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband