Maður er manns gaman

Eins og þið flest vitið þá þoli ég ekki að tapa. Mér finnst hins vegar skemmtilegra að vinna.

Fór á fótboltaleik í gær, Þór vs KA.  Ekki átti ég nú von á miklu frá mínum mönnum en viti menn, þeir sigruðu 4-0.

Ég fór á leikinn með Gústa vinin mínum sem heldur með Þór. Mátti til með að stríða honum aðeins og sendi honum nokkrar vísur. Ætla mér núna að birta þær hérna á þessum gráa miðvikudagsmorgni.

Að tapa getur verið plága * sem líklega gleður ansi fáa * en tapi mun linna * og sigur má finna * ef þú byrjar að halda með KA.

Já sigurblóðið í æðum mínum * nú ólgar af KA-sigri fínum * en þú heldur með Þór * svo fáðu þér bjór * og drekktu síðan sorgum þínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saell petur. Thad er komıd nytt blogg. Adeins fra ferdinni. En kvedja tıl allra heıma a akureyri. Erum gjorsamlega at stikna i 30 - 42 stiga hita herna i Atalıa i Tyrklandi.. All the best.

runar

runar (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 18:35

2 identicon

pétur djöfull ertu leiðinlegu nuna það er óðarfi að ýfa upp sárið og tala um ka.

Svavar G (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 23:37

3 identicon

Sæll Rúnar, ég kíki á síðuna.
Já Svavar minn, við KA menn erum djö...ánægðir með okkur núna, hehehehe!

Péturg (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 08:15

4 identicon

Stigjin thrju voru kaerkominn. Thad er ljott ef ad baedi Akureyrar lidin fara nidur i adra deild. thad yrdi mjog sorglegt.
Eg vonast til ad geta bloggad fljotlega. Thad er svo dyrt ad fara a netid a hotelinu sem eg er a nuna. er enntha a Italiu. thad eru endalausar breitingar hja thessu fyrirtaeki.

haukur (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 12:18

5 identicon

Gaman að heyra frá þér Haukur. Gangi þér vel í baráttunni

Péturg (IP-tala skráð) 20.7.2006 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband