Veður

Hæ.

Verð að koma með nokkur orð, svo ég haldi ekki heimspekilega ljóðinu mínu of lengi sem nýjustu færslu. Mér þykir óskaplega gaman að koma ykkur á óvart og hafa bloggið þannig að það sé ekki útreiknanlegt.

Helgin var góð, frí og huggulegheit. Ánægjuleg úrslit í eurovision,Finnarnir góðir og bara skemmtileg keppni þó að við hefðum ekki verið í úrslitum. Samt auðvitað alltaf skemmtilegra að vera með í aðalkeppninni.

Eldskírn í dag í vinnunni. Annasamur dagur og heldur betur líf og fjör. Þetta ætlar bara að ganga vel og þetta er bara skemmtilegt.

Það var hringt í mig í dag frá rás 1. Mér var boðið að taka að mér afleysingu á þætti í sumar, vikulegan þátt eins og í fyrra. Það var nú ekki gert táralaust en ég afþakkaði boðið. Lærði mína lexíu í fyrra en það var ekki auðvelt að segja nei. En ég er sáttur við þá ákvörðun því ég ætla mér að eiga mér líf í sumar. Þetta þýðir að strákurinn getur lært af reynslunni0 hehehe.

Jæja, ekki meira í bili, góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að þér líkar vel í vinnunni. Ég vildi að tilboðum rigndi inn til mín. Það er nóg komið af því að gera ekki neitt. Þrír mánuðir.

Það er gott að læra af reinslunni og um að gera að ná tökum á nýja starfinu áður en þú ferð að sökkva þér í eitthvað annað.

Bestu kveðjur frá Ameríku.

Haukur (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 17:37

2 identicon

Jæja.. gott að þér líkar vel í vinnunni! :)
Annars get ég nú ekki stillt mig um nefna það hvað við vorum að hafa áhyggjur af þessum blessuðu nagladekkjum! hehe
Skilaðu kveðju til Huldu frá okkur báðum hérna úr sófanum..

Erla Margrét (IP-tala skráð) 22.5.2006 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband