Þriðjudagur til þrautar

Hæ hó.

Þá er þessi þriðjudagur að verða búinn í vinnunni og það þýðir að maður hefur komið frá sér Dagskrá. Þetta er alltaf áhlaup þegar verið er að koma út hverju blaði.

Helgin var annasöm en góð. Við fórum í Betlihem á föstudag og vorum þar í góðu yfirlæti, grillað og gaman.Ég fór svo að vinna kl hálf tólf.

Þjóðhátíðardagurinn var kaldur að vanda en ágætis skemmtiatriði í bænum sem við tókum aðeins þátt í. Fór svo að vinna um kvöldið á sturluðu Stuðmannaballi, þvílíkur fjöldi.

Svo var sælusunnudagur, fór þó í útsendingu kl tólf og var ansi þreyttur.

Mér gengur ekki nógu vel að halda mér á tánum gagnvart blogginu en þið verðið að vera þolinmóð. Það verður að segjast að því fleiri sem kommenta, því meiri kraft fæ ég til þess að halda áfram en ég er í óttalegri lægð. Það kemur.

En lífið er gott og allir glaðir 0 Ég bara kemst ekki yfir meira og hef ekki mikil tök á því að blogga í vinnunni.

Segið mér nú eitthvað skemmtilegt.

Heyrummmmmmmstttt!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll. já pétur,já segjaþér ethvað skemmtilegt,ég fór jónfrúarferðina á mótorhjólinu til akureyrar á föstudag það var gaman að ölluleiti maður lagði mikið á sig að fara þessa tæpa 4oo km í 20 metrum á sek og þvílíkri rigningu allaleiðina er búin að prófa það vesta að ferðast á hjóli það er nokkuð ljóst enn skemmtilegtvar það eingu að síðu,á akueyri var gaman að koma stansið var bara stutt það var brunað til baka á laugadeig ekki í betra veðri með vindin í fanginu allan timan og ekki vantaði rigninguna heldur, er reynsluni ríkari að byrja á því versta enn ævintíri var þetta,

Svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 17:50

2 identicon

Já Svavar. Þið Guðbjartur Pétur hafið aldeilis fengið hörkuna á ykkur. Það var annars gaman að fá ykkur í kaffi á föstudagskvöldið.Heyrumst.

Péturg (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 11:11

3 identicon

Ég vaknaði um 6 í morgun. Það nötraði allt hérna, er ekki að ýkja. Það voru þrumur og svo meiri þrumur.
Rigningunni er loksins að linna. Allavega í bili.

Haukur (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband