Æðsti strumpur

Ég er veikur fyrir teiknimyndasögum. Þegar ég var krakki fékk mikið af teikimyndasögum og las þær margoft.
Nú, þegar ég á að teljast fullorðinn finnst mér stundum gaman að glugga í teiknimyndasögur.
Nýlega varð á vegi mínum strumpabók, sem ég hafði ekki gluggað í lengi. Ég sökkti mér í heim strumpanna í nokkrar mínútur og hafði gaman af. Bókin sem um ræðir heitir;"Æðsti strumpur".
Strumpar eru einfaldir. Það er auðvelt að lokka þá til sín með góðum mat og jafnvel loforðum. Það hefur Kjartan galdrakarl, erkióvinur þeirra oft gert.

Strumpabókin sem ég var að glugga í fjallaði um þá óvenjulegu aðstæður sem komu upp þegar Yfirstrumpur, sem öllu ræður og stjórnar í sátt og samlyndi, fer í burtu í nokkra daga til þess að týna grös. Þá kemur upp rifrildi á milli hinna strumpanna hver eigi að ráða. Það endar með því að efnt er til kosninga. Sá sem sigraði hafði beitt þeim ráðum að lofa öllu fögru til hinna strumpanna, næði hann kjöri. Þannig segir hann Letistumpi að hann þurfi aldrei að gera handtak ef hann kjósi hann og Matarstrumpi að bakaðar verði pönnukökur daglega, nái hann kjöri.
Við þetta kjósa allir þennan strump sem hlýtur nafnbótina "Æðsti strumpur". Hann var kosinn því að hann var svo kænn að lofa, bjóða öllum mat og drykk og veiða atkvæði í kosningabaráttunni.

Undanfarna daga hefur mér þótt líklegt að ákveðinn hópur í sex fylkingum hér í bæ hafi lesið þessa bók eitthvað nýlega. Ef maður flettir blöðum má finna loforð um betra líf og boð um frían mat, skemmtun og hitt og þetta er í boði. Legði maður sig fram, mætti lifa góðu lífi þessa dagana við fría afþreyingu og mat.

Það sem er ólíkt með okkur mannfólkinu og strumpunum er að það er fleiri sem við þurfum að velja á milli. Æðsti strumpur var sá eini sem bauð gull og græna skóga en við höfum svo marga sem beita þeim brögðum. Líklega erum við ekki alveg eins ginkeypt og strumparnir og trúum ekki öllu sem okkur er sagt.

Það sem varð Æðsta strumpi að falli var að hann efndi ekki loforð sín og valdið steig honum til höfuðs.
Það, er sennilega það sem við mannfólkið eigum sameignlegt með strumpunum.
Eða hvað?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal hefna mín. Var það ekki annars sem Kjartan sagði?
Það er bara að hefna sín á stjárnmálaflokkunum á einhvern hátt.
Það er orðið ansi lant síðan ég hef gluggað í teiknimyndasögu.

Bestu kveðjur úr..... nei ég ætla ekki að svekkja þig.

Haukur (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 14:38

2 identicon

Montaðu þig bara af veðrinu, ég skal hefna mín!!!!!!
Gaman að heyra frá þér og við hringjums á fljótlega.

Péturg (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 15:22

3 identicon

Pétur! er ekki málið fyrir þig að hringja í Örn Inga og mæla þér mót við hann fyrir næstu mynd. Ég held að þú ættir að hugsa fram fyrir þig áður en Stelpuþátturinn verður sýndur þar sem þú tæmir Sundhöll Reykjavíkur á nokkrum sekúndum...eða þú veist þegar þú stökkst þarna útí...þú verður heimsfrægur fyrir vikið og þá er um að gera að vera búin með aðra mynd hjá Erni Inga?!

Friðrik (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband