Hvað er að ske??
15.6.2006 | 08:27
Kooomið þið sæl og blessuð.
Já, hvað er nú í gangi hjá honum Pétri, hann er hættur að blogga????
Nei, er nú ekki hættur. Var að tala við Hauk bróður í gærkvöldi sem hefur stofnað bloggsíðu og er duglegur að blogga. Hann benti mér á að það væri oft nóg að segja hæ og bæ. Bara að láta heyra í sér. Það ætla ég að gera núna, stutt.
Það sem er í gangi hjá mér núna er að ég er mjög upptekinn, að komast í nýju vinnuna og svo ýmislegt auka. Þetta fer allt að komast á meiri lygnan sjó en þannig er að maður á ekkert mikið meira oft eftir til að gefa í skrifin. Ég hef haft pínu áhyggjur af því að vera hella yfir ykkur einhverjum innantómum skrifum og hef því frekar sleppt því .
En það er allt gott að frétta af okkur og við erum ánægð með okkur. Birkir tók tvö upptökupróf í skólanum og náði þeim, nema hvað. Hulda fór á kórastefnu í Mývatnssveit um síðustu helgi og skemmti sér mjög vel. Fanney er ánægð með sig í sumarfríi, er heima að dunda sér eða lætur ömmu og afa snúast í kringum sig. Ég sjálfur,eins og áður sagði,er mikið að Dj-ast og svo er ég er byrjaður með útvarpsþátt á nýju útvarpsstöðinni á sunnudögum á milli 12 & 16. Tíðnin er fm 98,7 á Akureyri og svo verður hægt að hlusta á www.voice.is mjög fljótlega. Vonandi fyrir næsta sunnudag.
Ekki meira í bili. Nú skal ég vera duglegri að láta heyra í mér.
Adios
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
heyrði í þér á sunnudaginn í útvarpinu....ég þyrfti að taka þig í nokkra tíma...þú ert aðeins búin að hlusta of mikið á rás 1!!!! Maður dottaði á milli orða.
Friðrik (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 19:27
Vonandi get ég hlustað á þig á sunnudag.
það er greinilega nóg að gera hjá þér.
Haukur (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 23:36
Friðrik. Þú hefur og munt aldrei hafa neitt vit á útvarpi. Þó viðurkenni ég að ég var aðeins timbraður og því aðeins rámur.
Haukur. Þeir eru að koma þessu upp.Það er núna kominn möguleiki til þess að hlusta en þeir eiga eftir að slípa það. Vonandi verður það orðið skýrt og fínt.
Já, það er ágætt líf í þessu enda eins gott. Sumir segja að ég sé svo leiðinlegur þegar ég hef lítið að gera....
Péturg (IP-tala skráð) 16.6.2006 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning