Bloggið
2.6.2006 | 08:41
Sæl og blessuð.
Verð að láta frá mér heyra........
-Þessa dagana er mikið að gera hjá kjellinum.....(hafið þið heyrt þetta áður) en það orsakar sem sagt þetta bloggleysi. Er að komast inn í starfið sem er síður en svo það rólegasta en skemmtilegt. Já gott fólk, ég er svo sáttur hérna og hér mun ég vera. Hitti mann í gær og sagði honum þessi orð um þetta starf og hann sagði; "ég minni þig á þetta Pétur minn eftir nokkra mánuði". Hehehe.
-Hvítasunnan framundan. Helgin ekki mikið plönuð en þó svo sem eins og ein ferming og eitt spilerí í Sjalla. Svo bara að grilla og this and that. Þarf líka að safna kröftum fyrir næstu daga því næsta vika verður lífleg mar....
- Í næstu viku verð ég kynnir á landsleik, Ísland vs Danmörk í KA heimilinu. Það er fyrsti leikur Alla Gísla með landsliðið. Það er ofsalega gaman af því. Svo er ég með veislustjórn og diskótek í brúðkaupi föstudaginn 9.júní og þann dag opnar að öllum líkindum ný útvarpsstöð á Akureyri. Þar hef ég ráðið mig með einn þátt í viku. Já, var nýbúinn að segja nei við Rás 1 og tek svo þetta. En þetta verður ekki það mikil vinna og verður bara gaman. Held að ég megi nú uppljóstra þessu með þetta nýja útvarp en þið getið fylgst með á www.voice.is.
Jæja, nú þætti mér gaman að þið kvittuðuð fyrir heimsóknir ykkar. Ég skora á alla sem búa utan við Ísland að kvitta. Þar á meðal eru Erla & Tinna Þórðardætur, frænkur mínar sem mér skilst að skoði síðuna annað slagið. Og þið öll hin, kvitt kvitt.
Góða helgi og koma svo!!!!!!
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Peter. Það er alltaf álag að byrja í nýrri vinnu og það tekur tíma að að aðlagast. Mér finnst að þessi einstaklingur sem ætlar að minna þig á ............... mætti vera jákvæðari. Ég var að lesa í fjötrum lífsins og ég held að Hávarður ætti að skella sér á kaffihúsið með Halldóru og Pálu þótt hún Pála sé örugglega ekki spennandi hehehe.
Jæja hafðu það gott og gangi þér vel í nýja starfinu.
elli (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 09:30
Kvitt kvitt og góða helgi
Magga Lára (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 10:23
Best að kvitta þá ;)
Þú verður bara að bíta í það súra að þú ert hér með kominn inn í "blogg rúntinn minn" ;)
Óska þér til lukku með nýjasta djobbið! og gott að þér líkar svona andsk* vel í vinnunni. Mæli samt með því að þú hafir Skjöld í huganum ef þér fer að leiðast.. hér er svo gaman líka að það er ekki hægt að láta sér leiðast hér heldur eins og þú veist...
Góða helgi og skilaðu kveðju til Huldu!
Erla M (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 11:04
Ég var farinn að halada að þú værir hættur að blogga.
Góða helgi.
Haukur (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 12:54
Gott að þú ert ánægður í nýja starfinu.
Sjáumst kannski um helgina.
Kveðja Valla.
Valla (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 15:12
Góða helgi og njótið sólarinnar um helgina:)
Laufey (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 17:38
Tökum þetta til okkar. Koma svo Danm.... nei við meinum náttúrlega Ísland. Láttu vel í þér heyra félagi, og sýndum Dönum hvernig lýsa á handb.leik. Væri ekki leiðinlegt að taka þátt í fjörinu. Rúllum þessu upp, koma svo!!
Kv. HH&co
Lystrup (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 22:09
Kvitt kvitt......
Heiða (IP-tala skráð) 4.6.2006 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning