Rautt nef á degi laugar

Halló, halló.
Finnst ykkur þetta sanngjarnt. Ég hef unnið síðustu helgar, ofsalega duglegur og svo fær maður fríhelgi og þá er maður bara eiginlega lasinn!!!!
VILL EINHVER GJÖRA SVO VEL AÐ VORKENNA MÉR!!!0 0 0 0 0

Samt, þessi fallegi dagur í dag og ég ætla að reyna að njóta sólarinnar. Og auðvitað grillar maður islensku sauðkindina í kvöld með tilheyrandi meðlæti og drykkjum.
Ætli maður nái þessu ekki úr sér með nokkrum Parkodin og einni rauðvínsflösku?? Hvað haldið þið??
Annars nennir enginn að hlusta á nefrennslissögur.
Horfði á Stelpurnar í gær. Það glitti aðeins í kallinn í einu atriðinu. Gaman að sjá þetta og að hafa tekið þátt í þessu.

Jæja, sennilega er sumarið komið til að vera, hvað haldið þið? Ég er þó búinn að koma mér upp ´back up´í lok sumars. Við fjölskyldan erum að fara til Tenerife 24.ágúst í tvær vikur. Það var klárt í þarsíðustu viku, svona endanlega.
Þó svo að við höfum nú ferðast talsvert síðustu ár þá höfum við aldrei farið á sólarströnd. Ég hafði ekki neinn sérstaklegan áhuga á því. En núna langar mig virkilega og ég hlakka mjög til.
En fyrst er það hið yndislega íslenska sumar með sínum töfrum og best að njóta þess.

Bæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leiðinlegt að heyra með rauða nebbann..vonandi reddar rauðvínsflaskan þessu;) ég er einmitt heima að pakka, er að spá í að hætta þeirri vitleysu og fara hundskast út fljótlega... góða helgi

Inga Björk (IP-tala skráð) 24.6.2006 kl. 13:19

2 identicon

Heyrðu, þú ert bara ástöðvandi núna. þetta er þriðji dagurinn í röð sem þú bloggar.
Já, ég skal vorkenna þér aðeins.
Það er dásamlegt að vera á sólarströnd. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því. Tenerife, það er einmitt verið að tala um staðin í sjónvarpinu þessa stundina.
Ég kom þar við fyrir 7 árum síðan.
Hugsa að þú náir þessu úr þér með verkjatöflum og rauðvín hljómar líka vel.

Haukur (IP-tala skráð) 24.6.2006 kl. 13:24

3 identicon

Hæ Pétur aumingja þú að vera með kvef,um að gera að fá sér rauðvín það er allra meina bót:) Var að koma úr vinnunni og þessi líka blíða úti.Þarf að vinna á morgun og svo komin í fimm vikna frí Jibíí.Gott hjá ykkur að fara í sólina er að hugsa um að skella mér í viku til Mallorca svona til vonar og vara ef sólin skín ekkert á mig í fríinu.Sólarkveðja Valla:)

Valla (IP-tala skráð) 24.6.2006 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband