Helgin að verða búin
5.6.2006 | 20:25
Hæ.
Helgin að verða búin og ég er þrællúinn. Þetta hefur verið ljómandi helgi en frekar svona tætingsleg.
- Föstudagur fór í helgartiltekt og grill. Rólegheit um kvöldið
- Laugardagur: Við Hulda fórum í skemmtilegan og erfiðan göngutúr. Svo fór Hulda að syngja en ég fór í Lindarsíðuna. Þar hitti ég Baldvin hans Svavars og prófaði nýja Lexus bílinn hans. Almáttur, þvílík bifreið. Eftir það fórum við í Betlihem og sleiktum sólina. Um kvöldið fór ég í vinnuna í Sjallann fram á nótt. Kom heim rúmlega fjögur og mikið ofsalega var fallegt veður. Tímdi varla að fara að sofa.
- Sunnudagur: Vaknaði um hádegi. Drollað, skrapp og skoðaði framkvæmdir á nýju útvarpsstöðinni hér í bæ.Það lofar góðu.
Fór í fermingarveislu hjá frænku Huldu, fín veisla og skemmtileg. Eftir ofát veislunnar var farið og horft á tvær videomyndir.
-Mánudagur. Svona extrafrídagur er nú hálf undarlegur. Hann var notaður til þess að þrífa bílinn minn. Var samt að byrja að bóna hann þegar fór að rigna. Ég er ekki að grínast. Tók bónbrúsann og þá byrjaði að rigna. Nú er dagur að kveldi kominn og maður fer bara snemma að sofa. Líf og fjör í vinnunni á morgun og svo landsleikur annað kvöld. Áfram Ísland.
Þetta er nú helgin mín í grófum dráttum.
Var að bæta nýjum bloggara inn á síðuna hér til vinstri. Haukur bróðir í Bandaríkjunum er kominn í hóp okkar bloggara. Nú getið þið fylgst með honum sem er mjög gaman. Ég mun skoða daglega.
Bestu kveðjur og góða vinnuviku.
Helgin að verða búin og ég er þrællúinn. Þetta hefur verið ljómandi helgi en frekar svona tætingsleg.
- Föstudagur fór í helgartiltekt og grill. Rólegheit um kvöldið
- Laugardagur: Við Hulda fórum í skemmtilegan og erfiðan göngutúr. Svo fór Hulda að syngja en ég fór í Lindarsíðuna. Þar hitti ég Baldvin hans Svavars og prófaði nýja Lexus bílinn hans. Almáttur, þvílík bifreið. Eftir það fórum við í Betlihem og sleiktum sólina. Um kvöldið fór ég í vinnuna í Sjallann fram á nótt. Kom heim rúmlega fjögur og mikið ofsalega var fallegt veður. Tímdi varla að fara að sofa.
- Sunnudagur: Vaknaði um hádegi. Drollað, skrapp og skoðaði framkvæmdir á nýju útvarpsstöðinni hér í bæ.Það lofar góðu.
Fór í fermingarveislu hjá frænku Huldu, fín veisla og skemmtileg. Eftir ofát veislunnar var farið og horft á tvær videomyndir.
-Mánudagur. Svona extrafrídagur er nú hálf undarlegur. Hann var notaður til þess að þrífa bílinn minn. Var samt að byrja að bóna hann þegar fór að rigna. Ég er ekki að grínast. Tók bónbrúsann og þá byrjaði að rigna. Nú er dagur að kveldi kominn og maður fer bara snemma að sofa. Líf og fjör í vinnunni á morgun og svo landsleikur annað kvöld. Áfram Ísland.
Þetta er nú helgin mín í grófum dráttum.
Var að bæta nýjum bloggara inn á síðuna hér til vinstri. Haukur bróðir í Bandaríkjunum er kominn í hóp okkar bloggara. Nú getið þið fylgst með honum sem er mjög gaman. Ég mun skoða daglega.
Bestu kveðjur og góða vinnuviku.
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Það er svona þegar á loksins að vera duglegur og bóna. Veður guðirnir eru ekki alltaf samvinnuþýðir.
Takk fyrir að auglýsa síðuna mína.
Bestu kveðjur og góða vinnu viku til ykkar allra. Ég held bara áfram að vera atvinnulaus.
Haukur (IP-tala skráð) 5.6.2006 kl. 20:37
Ég segi bara góða vinnuviku sömuleiðis, fínt að hún er bara stutt;)
Inga Björk (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 17:42
sæll pétur ;) áfram ísland bara!, helvíti gott að þeir unnu. þrátt fyrir smá truflanir í þjóðsöngvunum. En heyrðu, Alís, er kominn með hiemasíðu og blogg.- www.alis.bloggar.is - endilega kíkja og fylgjast með ;),
kv. frá danmörku
rúnar (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 18:29
önnur helgi er liðin og ekkert hefur verið bloggað. Hvað er að ske,ske?
Ertu ekki annars bara sprækur.
Haukur (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 18:24
Undur og stórmerki gerast enn - ég bloggaði!!! Varð bara að láta þig vita ;)
Heiða (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 00:14
?.. pétur minn?, blogggaaa?
rúnar (IP-tala skráð) 13.6.2006 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning