Aukakílóin-aukakílóin
26.7.2006 | 12:51
Sælt veri fólkið.
Þá er sólin farin að skína á Akureyri. Ekki laust við að þokan sé farin að verða full daglegur gestur hjá okkur á Akureyri. En svona er þetta bara og stundum er ég reyndar þannig stemmdur að mér finnst ágætt að hafa þoku. Held reyndar að ég sé meiri vetrartýpa. Það er stundum sagt að þeir sem fæðast á vetrartímanum sé meira vetrartýpur og svo öfugt. Samt er sumarið ljómandi gott og kannski kemur þetta til af þvi að ég hef alltaf svo mikið að gera á sumrin að veturnir eru meiri hvíldartími.
Þið hafið nú ekki farið varhluta af því að ég er í eilífri baráttu við aukakílóin. Ég er eins og Hollywood-stjörnurnar, alltaf í megrun. Það hefur reyndar lítið farið fyrir megrun að undanförnu og nú er svo komið að þyngdin er í hámarki. Þetta hefur gengið brösulega hjá mér og vil ég kenna tætinglegur lífi og miklum önnum. Svo eru það franskar og kokteilsósu frá því í Hlíðarfjalli í vetur sem hanga ennþá utan á mér. En það er ekkert annað en að bretta upp ermar og taka á því. Þetta kemur-þetta kemur.
Svona er þetta líf, fullt af freistingum og óþverra.
En hafið það gott, hversu þung sem þið eruð.
Breytt 28.7.2006 kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Hættu að hugsa um aukakílóinn og farðu að labba í vinnuna á hverjum degi og drekktu heita drykki og njóttu þess að labba, þetta virkar á mig :) fimm kíló farin (síðan um miðjan júní) eftir að ég hætti að þamba mikið af köldu vatni og fór að drekka heitt te. Aukakílóakveðjur L
Laufey (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 13:37
Takk fyrir það Laufey. Já, labba í vinnuna eða hreyfa sig, það er málið og svo aðeins minna af bjór.....
Péturg (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 13:38
En gönguferðir virka öfugt á mig :(
Er búinn að ganga í allt að 8-9 tíma á dag í tæpa viku með bakpoka á bakinu og reyna töluvert á mig en samt þyngdist ég um 2 kíló.
Drakk að vísu ómælt magn af bjór á hverju kvöldi, ætli skýringin sé þá ekki komin :)
Mjög góð blanda, hreyfing og bjór :)
Mæli með henni þrátt fyrir nokkur aukakíló.
Guðbjartur (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 16:06
We all get heavier as we get older because there s a lot more information in our heads. So I m not fat , I m just really intalligent and my head couldn t hold any more so it started filling up the rest of me!
That s my story and I m sticking to it
Magga Lára (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 12:02
Já Guðbjartur. Ganga og bjór fer vel saman. VIð getum þá verið saman í þyngdarþunglyndi......
Magga Lára, þessi orð hressa mann og nú skil ég af hverju ég er svona þungur :)
Péturg (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 12:11
Ég er nú farin að halda að það sé ekkert í hausnum á ykkur bræður en bjór:) og til að auka gutlið megið þið eiga minn kvóta af bjórnum. Ég skal taka ykkar af vodka og kók:) ef það er þá eitthvað eftir af honum.;)
Laufey (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 13:20
Já Laufey, ég skal þiggja þinn bjórkvóta en því miður er minn Vodka og kók-kvóti líka búinn :)
Péturg (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 13:27
Ég verð að leggja orð í belg þó seinnt sé. Ha, ha. skiljið þið. bjór
belg. Þetta með auka kílóin. þetta er eilíf barátta. Og það er mjög rétt hjá þér með tætingslegt líferni. Um leið og það er ekki reglugur svefn og vinnutími hjá mér fer allt til helvítis.
Haukur (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning