Lífið
22.6.2007 | 14:58
ÞAð er ekkert að marka sem ég segi. Ætlaði ekkert að blogga í bili en má til með að koma þessu á bloggið.
Þegar við vöxum úr grasi, lærum við að jafnvel þeir sem eru okkar kærastir, særa okkur einhvern tímann.
Þú munt verður særð/ur oftar en einu sinni og það verður aldrei auðvelt. Þú munt líka særa aðra.
Svo mundu hvernig það er að verða leið/ur þegar aðrir særa þig.
Þú munt gráta vegna stundanna sem líða of hratt og óhjákvæmilega missir þú einhvern sem þú elskar.
Þess vegna skaltu:
- Taka fullt af myndum
- Hlæja eins oft og þú getur
- ..og elska eins og þú hafir aldrei verið særð/ur því sérhverjar 60 sekúndur sem þú eyðir í óánægju er ein mínúta í gleði sem þú færð aldrei til baka.
Ekki vera hrædd/ur við að lífið taki enda
Vertu hrædd/ur um að lífið byrji ekki.
Svo lifðu í gleði
Athugasemdir
Mjög flott blogg. Eins og sagt er, lifðu í gleði.
Fanney (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 15:44
Meinti eins og Þú sagðir.
Fanney (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 15:46
Fiskurinn í hádeginu hefur greinilega fyllt þig andríki og visku.
Þetta er speki sem maður ætti að hafa í huga alla daga.
Njóttu dagsins !
Guðbjartur (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 16:14
Takk fyrir að kommenta. Já fiskurinn.....hann errr góður.
Pétur Guðjónsson, 22.6.2007 kl. 16:15
Væri ekkert á móti því að fá smá fisk. Ég er búinn að fá nóg af Sauda fæði.
Ég ætla bara að fara að njóta lífsin. Hætta að vinna og bara hafa gaman af þessu. Þó að mér verði hent út úr kofanum. Nei, ég segi nú bara svona. Ég er alveg samála þér og því miður gleymir maður að hafa gaman af hlutunum. Það er samt svo með suma að það má ekkert segja við þá. Ég þurfti að segja einum manni sem vinnur hérna að hann þyrfti aðeins að vera fljótari með að klara pappírsvinnuna fyrir brottför. Ég fór mjög fínt í þetta og var kurteis. Hann varð samt ógeðslega fúll. Og þá er ég að tala um allt kvöldið og alla nóttina. Sumum er bara ekki við bjargandi. Ég get sagt þér það að það er bara endalasut bull sem ég þarf að eiga við hérna á hverjum degi.
Svo þetta með fyrri færslu um bloggið. Manni fynnst þetta oft vera tilgangslaust og innihaldslaust en ég hef samt alltaf gaman af því að lesa þessa og aðrar síður. Ég veit samt alveg hvað þú ert að fara. Þetta er ekki alltaf auðvelt og oft mikil vinna á bak við þetta. Góða helgi.
Haukur (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 16:38
Sæll Pétur, góður pistill hjá þér.gott að lesa svona:)
Njóta lífsins eiga allir að gera og hætta að láta smáatriðin pirra sig .Það er hef ég gert allt of lengi. Hugsa jákvætt og þá verður allt auðveldara.
Kær kveðja
Valla.
Valla (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.