Þjóðminjasafnið og nostalgía um versló

Í diskóbúrinu

Sæl.

Munið þið eftir laginu með Daniel Powter sem hljómar svona:"Because you had a bad day...." Þarna er hann Danni sennilega bara að syngja um daginn minn í gær. Vá!!! Mætti veikur í vinnuna og allt gekk á afturlöppunum til að byrja með. En eins og í góðu ævintýri endaði allt vel, ég fór heim, skutlaði í mig Panodyl hot og ákvað að vera heima í dag.

 

Horfði á Kastljósið í gærkvöldi. Sá að Helga Möller er komin á þjóðminjasafnið-eða því sem næst. Diskógallar og pönkgallar eru komnir á þjóðminjasafnið og í viðtalinu við Helgu fannst mér hún svo órjúfanlegur tengill við diskóið, sem sagt; hún var komin á þjóðminjasafnið.

 

 Verslunarmannahelgin er framundan. Það er mikil spenna í loftinu fyrir versló. Stundum svo mikil að mér finnst það nánast óþægilegt. Reyndar kemur það sennilega til af því að ég hef undanfarin ár verið mikið að vinna í kringum öll lætin. Samt er það gaman líka. 

Á föstudaginn verður mikið um dýrðir á útvarpsstöðinni Voice, þegar stöðin breytist í Frostrásina í nokkra klukkutíma. Þá ætlum við gömlu jálkarnir að vera saman með þátt í nokkra klukkutíma, taka púlsinn á mannlífinu og segja alla gömlu og ofnotuðu brandarana.  Það má segja að það verði heilmikil nostalgía eða fortíðarljómi sem mun svífa þar yfir vötnum.  

í framhaldinu af því spyr maður sig, hvort ég, ásamt gamla Frostrásargenginu,muni nokkuð fljótlega hljóta sömu örlög og áðurnefnd Möller, þ.e. að verða fljótlega gjaldgengir á Þjóðminjasafninu??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að þú sért farinn að hressast. Versló er eitt af því sem ég sakna frá Íslandi. Ekki það að það væri líklegt að ég væri að veltast um einhver staðar blindfullur á einhverri útihátíð en það er samt gaman á þessu tíma.

Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband