Sumar dagar eru bissí dagar

Hæ hó.

Ég veit að einn af mínum göllum.....eða kostum, eftir því hvernig á það er litið, er að tala um það hvað ég hafi mikið að gera. HmmmmGetLost Sennilega er erfitt að útleggja það sem kost en vonandi ekki sem galla.  Nema hvað, þannig er ég nú bara gerður að ég krefst þess af sjálfum mér að áorka miklu.

Þannig að; nú held ég áfram að tala um þaðWhistling

Ég er annars mjög glaður yfir því að núna er ég búinn að koma mér af stað í hreyfingu og farinn að borða hollari mat.  Eftir ferðina var mér nóg boðið og nú skal tekið á því.

 

Þannig að þá eykst orkan til að gera hlutina. Gærdagurinn var dæmigerður fyrir það hvað ég komst yfir mikið. Og maður er svo klikkaður að vera alltaf svo ánægður með þaðCrying

Fyrir utan fullan vinnudag náði ég að:

Fara á einn fund og landa einu verkefni. Það er leikin útvarpsauglýsing sem er talsvert krefjandi verkefni og spennandi. Það er í fyrsta skipti sem ég leik í auglýsingu fyrir útvarp en það er talsvert frábrugðið því að lesa hana bara.  Svo fór ég í góðan göngutúr með Huldu, vel tekið á því - Tók saman efni, bæði ritefni og tónlist fyrir eina vinkonu mína sem er að fara að stjórna brúðkaupi. Svo þrifum við hjónin íbúðina þar sem hún hélt stjórnarfund hjá kórnum heima, ég lagaði útidyrahurðina sem var biluð og samdi svo að lokum einn dægurlagatexta sem ég var kominn á síðustu stundu með.

Suma daga afrekar maður bara meira en aðra daga.

Ég var líka þreyttur Sleepingí morgun en fór samt í ræktina.

Og eitt enn: Hafþór eða "Lilli" á afmæli í dag. 19 ára gamall.  Ég geri ráð fyrir að undirbúningur sé hafinn fyrir afmælið næsta ár......Það verður líklega svaka partý hjá partý-kóngnum.

 Þetta var sem sagt sagan af honum Pétri sem finnst gaman að láta aðra vita hvað hann hefur mikið að geraHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður og sæll.    Ég átti ekkert sérstaklega von á nýju bloggi frá þér svona fljótt en kíki alltaf á síðuna ef ég fer á annað borð á netið. Það munar ekkert um það hvað þú varst duglegur í gær. Ef ég áorka miklu á einum degi er ég yfirleitt búinn á því næsta dag.         Bestu kveðjur úr blíðunni í Grayslake.

Haukur (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 12:54

2 identicon

sæll Pétur,

já ég segji það sama og Haukur,þú orkaðir mikið,mundu bara taka lítið skref í einu til að halda það út,hafðu það gott Pétur þetta er flott hjá þér.

ps.ég var að koma  heim úr fyrstu ferðini er búin að keira 2 til Sviðþjóðar og 3 til Danmerku  3000 km  síðan á sunnudag,gekk allt mjög vel.kveðja frá Danmerku

svavar þór Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 17:26

3 identicon

Ofan á allt þetta  ertu farinn að skrifa í Vikudag. Fín grein hjá þér. 
Þar sem þú hampaðir matnum mest í greininni er ekki ósennilegt að þeir hjá Vikudegi ráði þig til að skrifa um mat og veitingahús. Matgæðingur Vikudags, hljómar vel.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 13:51

4 Smámynd: Pétur Guðjónsson

Sælir kæru bræður.

Takk fyrir að kommenta.

Pétur Guðjónsson, 2.7.2007 kl. 09:07

5 identicon

Úff, hvað eru eiginlega margir klukkutímar í sólarhringnum hjá þér? En já, þú ert svo sannarlega duglegur:)

Jóna F (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 10:22

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er mikill ókostur stundum að vera duglegur, því þá nær maður ekki að klára bjórinn...

Eníhjú, til lukku með Lilla og bara með að vera hress. Bið að heilsa kerlingunni.

Ingvar Valgeirsson, 4.7.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband