10.ágúst

Sælt verið fólkið.

Þá er kominn fimmtudagur, tíminn æðir áfram og ég og mín fjölskylda horfum óþreyjufull á 23.ágúst. Það er dagurinn sem við förum suður en daginn eftir fljúgum við út.

En í dag á Gústi vinur minn afmæli. Og í dag á kötturinn minn, hann Zorro líka afmæli. Hann er eins árs. Gústi er eitthvað eldri. Það er sniðugt að þeir eigi sama afmælisdag, því við kölluðum Gústa Zorro-listamann á tímabili(sb.Erró).

Við Gústi höfum verið vinir í mörg ár. Síðustu mánuði hafa leiðir okkar legið saman meira aftur þar sem við erum vinnufélagar.

Innilega til hamingju með daginn Gústi minn. Það styttist í stórafmæli en njóttu þess áfram að vera þrjátíu-og eitthvað. Opna einn öl í kvöld þér til heiðurs þar sem þú ert í sumarfríi í dag, annars myndi ég skála í kaffibolla.

Svo finnst mér, gott fólk, alveg kominn tími til þess að þið segið eitthvað fallegt við mig á blogginu. Ég er alveg að verða sár yfir því hversu fáir kommenta. KOMA SVO!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Pétur.Skil vel að þú sért farinn að bíða eftir fríinu,nauðsynlegt að fara aðeins í frí.Vonandi sjáumst við á Dalvík um helgina.
Kveðja Valla.

Valla (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 17:25

2 identicon

Sæll Pési minn. Fannsi eyjapeyji hér. Skildi ekkert í þessu, ég fór inn á síðuna þína, þ.e. þessa síðu um daginn, en upp kom bara heimasíða einhvers Péturs Elíassonar. Ég botnaði hvorki upp né niður. Las svo aftur í dag síðustu færsluna á hinni síðunni og þar stóð skýrt og skorinort: petur-->g<--.blog.is en ekki bara petur.blog.is!! Þannig að þetta reddaðist =D

Kveðja Fannar í Nöf

btw: Ég er búinn að blogga =D=D=D

Fannar (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 17:34

3 identicon

Ég skil vel að þú sért að verða sár hvað fáir komenta. En eins og ég sagði áður að það eru samt margir sem eru að lesa síðuna þína. Ég hef alltaf jafn gaman af því að láta ljós mitt skína á öllum síðum, eða þannig.
Það verður örugglega gaman hjá ykkur á Tenerife. Ég, ásamt foreldrum Guðbjarti og Sheila verðum á sama tíma á Cape Cod. Er farið að hlakka mikið til.
Over and out
P.S. Gústi ég er búinn að skála fyrir þér.

Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 22:09

4 identicon

Takk fyrir kveðjuna kallinn ;) Var bara að sjá hana núna þar sem ég hef verið lítið á netinu síðan á föstudag. Sjáumst sprækir í vinnunni. Vonandi verður morgundagurinn rólegri en dagurinn í dag sem var náttúrulega bara rugl. Það er gott að vita að maður á góða vini í kringum sig. Bið að heilsa,
Zorro :z) P.S. Haukur, hlakka til að sjá þig. Cheers!

Gústi (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband