Helgarfrí
11.8.2006 | 16:26
Komið þið sæl og blessuð.
Þá er helgin framundan. Helgarfrí, grillpartí og Fiskidagurinn mikli.
Á eftir er ég að fara í vinnustaðateiti, ætlum að grilla út í náttúrunni og Hvanndalsbræður ætla að spila fyrir okkur. Það verður örugglega skemmtilegt.
Svo á morgun ætlum við á Fiskidaginn mikla á Dalvík. Það er fastur liður að fara á þessa miklu hátíð ef maður á möguleika á.
Sólin skín á Akureyri sem er mjög gott.
Góða helgi.
Athugasemdir
Ég segi bara vá. það er ekkert smá gaman að hafa hljómsveit til að spila fyrir sig og hvað þá Rögga og félaga. ég bið að heilsa þeim strákum og góða skemmtun. Og koma svo.
Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 18:50
Ekkert smá svekkt yfir því að missa af öllu stuðinu og ég tala nú ekki um að missa af fiskinum á Dalvík um helgina, allt Rúnari að kenna:( smitaði mig að þessari fjandans flensu&% Það hefur nú ekki verið leiðinlegt að grilla úti í náttúrunni og hafa svona sprellikalla til að spila og eins og vera ber hefur ölið örugglega runnið ljúft niður með þessu öllu:0
laufey (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 14:21
Ég er ekki í vafa um að það hafi allt verið fljótandi þarna, he, he.
Haukur Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 15:53
Laufey og Haukur. Þið haldið mér alveg uppi í blogginu. Það kommentar enginn annar en takk fyrir að vera svona dugleg að segja eitthvað á síðunni minni, það hvetur mann áfram.
Péturg (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 17:43
Já. Þetta var alveg ótrúlega gaman. Hefði verið til í að vera lengur í partýinu. Þurfum endilega að gera eitthvað skemmtilegt aftur fljótlega :)
Gústi (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.