Að morgni dag

Góðan og blessaðan.

Sumarmorgun á Akureyri. Sólin skín og veðurspáin gefur mér mismunandi upplýsingar. Mér finnst stundum eins og spáin breytist endanna á milli á nokkrm klukkutímum.

Helgin er búin, hún var ágæt. Stýrur í augum því ég svaf mikið í gær og gat ekki sofnað í gærkvöldi. Vikan verður vonandi góð en við skulum taka einn dag í einu. Ég labbaði í vinnuna í morgun. 

Þessa dagana er leiði hjá mér í vinnunni. Nenni líklega ekki að vera í vinnunni heldur langar að vera úti að leika mér.

En við skulum ekki gleyma því að þakka fyrir það sem við höfum og vera jákvæð.

Þetta var örblogg, stiklað á stóru. Núna þarf ég að fara að vinna.

Ykkur er velkomið að kommentaWink

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, já. Ég skal koma með nokkur orð. Ég sit hérna á hótelinu í skemmtilega landinu og þarf að fara að koma mér í vinnu. Það er svona. Maður vill helst bara leika sér og njóta sumarsins. Allavega hef ég mestann áhuga á því. Það er greinilega mánudagur í þér. Sendi mínar bestu kveðjur.

Haukur (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband