Þessi fallegi dagur

Komið þið sæl og blessuð.

 Það er kominn þriðjudagur. Það var líka rétt hjá Hauki í síðustu færslu að það var óttalegur mánudagur í mér í gær.

Í gærkvöldi fór ég út að ganga og horfði svo á Friends með Huldu fram eftir kvöldi.  Það er sem ég segi, Friends bæta, hressa og kæta. Einn þáttur á dag kemur skapinu í lag.

Í morgun vaknaði ég 06:20 og fór út að hlaupa. Dásemdarveður á Akureyri í dag. Þegar ég kom í vinnuna ákvað ég að fara upp á þak og taka myndir, ekki síst til þess að sýna bræðrum mínum, Guðbjarti, Svavari og Hauki sem og Þórði frænda, sem allir eru frá æskuslóðunum hvað bærinn okkar er fallegur.

Akureyri 17.júlí - Þessi fallegi dagur

Hafið það sem allra best, hvar í heiminum sem þið eruð.

ATH. Klikkið á myndirnar til þess að stækka þær

P1000422P1000431

P1000426P1000428


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður. Þetta er ég aftur. Það nennir engin annar að komenta. Vildi bara þakka fyrir að sýna okkur nokkrar myndir. Alltaf gaman af því.

Haukur (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 15:25

2 identicon

Sæll.
Það er alltaf gaman að sjá fallegar myndir að heiman.
Flott hjá þér að taka daginn svona snemma í veðurblíðunni.
En þó ég sé fastur í sólskinslandi þessa dagana þá hef ég að mestu sofið af mér sólina undanfarið þar sem ég er á næturvakt núna.

Guðbjartur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 03:43

3 identicon

Sæll Pétur minn,já takk fyrir fallegar myndir,mamma fékk strax heimþrá þegar hún sá þær,en hún stoppar ekki svo lengi svo ég er búin að tala hana til að halda þetta út hér,nei svona í alvöru tala unir hún sér mjög vel hér,það hefur verið flestar gerðir af veðri hér undanfarið,spáin mjög góð framm yfir næstu helgi svo þetta lítur allt ljómandi vel út,ástarkveðjur frá öllum héðan til ykkar allra þinn frændi Þórður

Thordur Rist (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband