Draumar
19.7.2007 | 10:37
Hæ.
Það er gott að eiga drauma. Að láta sig dreyma um eitthvað er mjög gott. Svo dreymir manni líka oft eitthvað skemmtilegt.
Sumir draumar geta breyst í martraðir. Það gerðist hjá mér í gær.
Ég átti drauma, Freyjudrauma sem duttu ofan í mig. Í morgun þegar ég fór út að hlaupa, var eins og ég væri með lóð í eftirdragi.
Já, ég veit það, það er ekki til fyrirmyndar að borða nammi......en ég er dauðlegur maður og breyskur.
Annars mætti ég í stuttbuxum í vinnuna í dag. Sólin er hins vegar í feluleik. Svona er þetta.
Jæja, hafið það gott.
Athugasemdir
Blessaður.
Maður verður nú að leifa sér eitthvað annað slagið. Annars springur þú á þessu fljótt.
Þú mátt fá eitthvað af þessum hita hérna. yfir 40 og sól eins og vanalega. Bestu kveðjur.
Haukur (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 12:52
Ha, ha. Þetta er fyndið.
Svo þú hefur gleymt þér í dagdraumum. Slíkir draumar vilja oft enda illa.
Guðbjartur (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 13:40
Blessaður Haukur -
mikið er ég nú þakklátur hvað þú ert duglegur að kommenta.
En já, það er allt í lagi að gera eitthvað vel við sig en þetta var aðeins og mikið.
Ég þigg alveg smá af hitanum.-takk.
Pétur Guðjónsson, 19.7.2007 kl. 13:40
Guðbjartur kommentaði á sömu mínútu og ég í gær var að sjá þetta núna. Já- lífið er ótukt og púkinn á öxlinni er oft ansi hávær. Annars er ég algjör dagdraumamaður en það verður að vera passlega mikið af dagdraumum sem og Freyjudraumum.
Pétur Guðjónsson, 20.7.2007 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.