Speki dagsins
15.8.2006 | 10:05
Ég vaknaði í morgun og gerði allt öðruvísi en vanalega. Fór ekki fyrst í hægri skálmina á buxunum, bölvaði ekki í hljóði og sparkaði ekki í köttinn. Ég fór heldur ekki og kveikti á morgunsjónvarpinu og hlustaði ekki á neikvæðar heimsfréttir. Ég fékk mér ekki kaffi, heldur te. Tek þó fram að ég fékk mér kaffi þegar í vinnuna var komið.
En í morgun vaknaði ég, fór tímanlega á fætur og breytti siðum mínum. Þetta er tilraun. Þetta snýst fyrst og fremst um það, að fyrstu tíu mínútur dagsins skipta miklu um það hvernig dagurinn verður. Í dag setti ég mér það einfalda markmið að eiga góðan dag, vera jákvæður og brosa.
Og eitt að lokum: Við hlægjum ekki af því að við erum lífsglöð - Við erum lífsglöð af því að við hlægjum. Mundu það.
Es. Ég sparka ekki í köttinn í alvöru, það hljómaði bara svo vel.
Athugasemdir
Það skiptir miklu máli af mínu mati að hafa nægan tíma til að komast í vinnuna. Það er ekki gott að þurfa að vera á hlaupum.
Svo er það víst ábygliegt með frétirnar. Það er mest nækvæðni. Ég tala nú ekki um þegar ég er á þvælingi og það er ekkert annað en CNN á ensku. Það er ekkert nema stríð og eymd sem maður horfir á þar.
Best kveðjur og góðan þriðjudag.
Haukur Guðjónsson. (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 14:12
Núna veit ég hvers vegna kötturinn er svona bældur :)
Mér líst vel á þessa tilraun þína. Heimurinn hefur væntanlega brosað á móti þér í dag.
Ég sendi þér enn eitt brosið :) Það er aldrei nóg af þeim :)
kv. Guðbjartur
Guðbjartur (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 16:57
Frábær hugmynd pétur, ég er heima að farast úr kvefi og ætla að gera tilraun og vera ógeðslega jákvæð og sjá hvort ég losna ekki við pestina fyrr;)
Inga Björk (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 10:35
Þú sparkar bara í mig í staðinn og ég segji þér að þegja :P
Birkir (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 17:05
Þá er víst að bresta á ein helgin enn og ég er að fara í sumarfrí í viku:) Á eftir að vinna í korter og svo heim og pakka niður. Við gömlu ætlum að renna austur á Egilsstaði og vera þar í blíðunni í nokkra daga. Ég segji bara góða ferð til útlanda ef ég heyri ekki frá ykkur áður:)
lg (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 12:55
Hallo
Erum i godu yfirlaeti i Boston. Klukkan er farin ad ganga 3 eftir midnaetti og eg var ad draga thau gomlu heim a hotel. Thau voru alveg ad sleppa ser i fjorugu naeturlifinu herna.
Bestu kvedjur fra Boston, Gudbjartur
p.s Mamma og pabbi bidja ad heilsa
Gudbjartur (IP-tala skráð) 19.8.2006 kl. 02:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.