Komdu með
23.7.2007 | 11:16
Hæ hó.
Þá er helgin að baki og ný vinnuvika framundan. Eftir þessa viku er það svo sumarfrí.
Ég er búinn að bæta við nýjum möguleika á síðuna sem heitir tónlistarspilari. (Sjá hérna til vinstri)
Og fyrsta lagið er gamall diskósmellur sem var verið að endurútgefa í tilefni "Ein með öllu" á Akureyri um versló. Ég á textann við þetta lag en að öðru leiti kom ég ekki nálægt útsetningu eða upptöku. En þið getið hlustað á þetta og dæmi hver fyrir sig.
Jæja, látum þetta gott heita í bili.
Góðar stundir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.