Rigning, rok og svo versló

Halló halló.

Jæja, þá er loksins blog í sumarfríinu og nú verða sagðar fréttir....af mér.

Síðustu dagar, samantekt

Föstudagur 27. júlí. Lagt af stað í útilegu. Í eftirdragi hálfs tonna leigufellihýsi sem WW passat átti erfitt með að draga upp Bakkaselsbrekkuna. Fórum í samfloti með mömmu og pabba og áðum eina nótt ásamt þeim í Laugarási, rétt hjá Víðihlíð.

Laugardagur 28. júlí.  Tekið upp og lagt í hann.  Hópurinn skundar á Þingvöll og treysti vor heit. Hittum þar Kristmann, Hófí ásamt börnum og áttum skemmtilega stund þar.

Sunnudagur 29.júlí.  Þar skildu leiðir og nú voru ég Hulda og Fanney bara þrjú. Keyrðum á Flúðir og gistum þar. Örlítill koníakshrollur í húsbónandum enda var dreypt á smá tári kvöldinu áður.

Mánudagur 30. júlí. Keyrðum suðurlandið þennan dag. Frá Flúðum til Hafnar í Hornafirði. Gáfum okkur góðan tíma og skoðuðum okkur um í stórkostlegu umhverfi. Reyndar svolítið grátt og rigning en létti til þegar við komum til Hafnar. Það var tjaldað og búið að koma sér fyrir um níuleitið í góðu veðri en þetta var lognið á undan storminumFrown

Aðfaranótt þriðjudagsins 31.júlí.  Vaknaði klukkan þrjú. Höfn í Hornafirði hafði sent hann Kára á okkur sem blés á fellihýsið. Og að þessu sinni frussaði Kári með blæstrinum = Rok og rigning. Ég gat ekki sofið.

Þriðjudagur 31.júlí kl. 07:00. Mér var nóg boðið og fór á fætur, nú skal pakkað saman. Nokkru áður hafði ég hlustað á veðurfregnir frá Veðurstofu Íslands í útvarpinu sem sagði áðurnefndan Kára ætla að fara hamförum um landið okkar.  "Nú pökkum við saman og förum alla leið heim"-sagði ég við Huldu og hún hefur sjaldan eða aldrei verið meira sammála. Fanney vaknaði í þann mund sem ég sagði þetta og hefur sjaldan verið sneggri á fætur og samsinnti þessu. Fyrir utan vagninn var óveður....og það fór versnandi.

Þegar búið var að pakka var fjölskyldan rennandi og til að lýsa því, væri réttast að segja: rennnnnnannnnnnndiiiii!!!!  Hulda settist við stýrið því hún hafði getað sofið eitthvað um nóttina en ég var alveg svefnlaus.  Nú var keyrt eins og druslan dró til Akureyrar. 

Ferðin var erfið. Við rétt sluppum fram hjá Hvalnesi áður en versta veðrið skall á, eða 20 m.á sek. Þegar við keyrðum Hvalnesskriðurnar rann grjót úr hlíðinni. Vegurinn var grjóti lagður og það rann meira og meira úr hlíðinni..............Þegar þarna var komið við sögu sá ég ævi mína á hraðspóli.  36 ár í uppgjöri á tíu sek. Voru þetta endalokin.  Góði Guð, því heiti ég að ganga í klaustur ef ég lifi þetta af, hugaði ég.  En við komumst heim, heil á höldnu...Guði sé lof fyrir það.

Miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur.

Það er yndislegt að koma heim. Við Hulda ákváðum að taka til hendinni á heimilinu og erum að mála og fleira. Það er gott að vera heima. 

Ég skrapp á tónleika með Hvanndalsbræðrum í gærkvöldi sem var mjög gaman. 

Nú er föstudagur, versló að koma og annríki hjá mér, bæði hér heima og í spilamennskunni.

En nú má ég ekki slóra lengur, skyldan kallar og ég tek mér pensil í hönd.

Það fer hins vegar engum sögum af ferðum í klaustur í þessari færslu, það kemur síðarWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÆÆÆ - voðalega er fólk misjafnlega heppið með veður -  ég fór sko á ættarmót sl helgi - og spáin var hörmung- Maður kom samt heim með sólbrúna vanga og með allt sitt þurrt  - .  Það er róóóólegt hér þessa dagana........ c-u

Bogga (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 15:20

2 identicon

Blessaður og sæll.

Skemmtileg lýsing á miður skemmtilegu ferðalagi. Það er svona. fáum ekki alltaf gott veður. Spáinn er ekkert glæsilg hérna næstu dag. Rigning og meiri rigning.

Bestu kveðjur frá Grayslake

Haukur (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 13:32

3 identicon

úff... hefði ekki viljað vera á ferðinni þarna

En gott að vel fór að lokum! Hvað segirðu annars.... í klaustur?!?

Erla M H (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 01:08

4 identicon

Sæll frændi, litli bróðir var hér hjá mér og auðvita komst ég þá að því þú ert að blogga, en síðast þegar ég vissi var Stöðvarfjörður á milli Hafnar og Akureyrar hmhmhm, nema þið hafið farið yfir öxi sem mér finnst nú frekar ótrúlegt með  hús í rassinum í roki, en allavega gaman að frétta af ykkur, ég á pottþétt eftir að kikka á þessa síðu annað slagið, hafið það sem allra best, bestu kveðjur til ykkar, Bogga Jóna og co.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 21:09

5 identicon

Sælir, bara ég aftur, ætla rétt aðeins að segja þér að  það er klaustur á Kollaleiru í Reyðarfirði.

Bogga Jóna (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband