Við erum að tala um; Á morgun!
22.8.2006 | 08:40
Koomið þið sæl og blessuð.
Ég verð nú bara að láta frá mér heyra, er ekki dauður enn.
Síðustu dagar hafa verið annasamir. Síðasta helgi var bissí. Fórum á föstudaginn í Betlihem en Ljósahátíð 2006 var á laugardaginn. Svo keyrði ég á milli og reyndi að skemmta mér og vinna. Útkoman var nú ansi erfið helgi en þetta var allt saman alveg ljómandi.
Nú er kominn fiðringur í mannskapinn. Við erum að fara suður á morgun og fljúgum út á fimmtudaginn. Keyrum suður eftir vinnu á morgun. Erum farin að pakka niður og þá segir maður að það sé að koma að þessu.
Heyrði aðeins í Bandaríkjaförunum í gærkvöldi. Gat ekki á mér setið að hringja í Guðbjart en það er náttúrulega rándýrt fyrir hann þegar ég hringi. Best að hringja í hann næsta þegar hann er orðinn fullur, þá er honum alveg saman. hehehehe :) Annars er hægt að fylgjast með á blogginu hans Hauks. Var einmitt að skoða það í gær og sá að aumingja pabbi hefur lent í þrældómi þarna, Haukur fór strax að láta hann píparast eitthvað..... En að öllu gamni slepptu er gott hljóð í þeim og gaman.
Jæja, þarf að fara að vinna. Blogga örugglega áður en ég fer út og svo ætla ég að blogga þegar út er komið, að sjálfsögðu.
Adios
Athugasemdir
Gaman gaman hjá ykkur! Þetta verður æðislegt. Ég er vonandi að fara að rísa úr rekkju eftir þennan flensuskít.Verð að fara í vinnuna á morgun allavegana!
Inga Björk (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 13:12
Takk fyrir að kommenta Inga mín. Ég hef gefið upp vonina að einhver vilji lesa bloggið mitt, það kommenta svo fáir.
En, já það verður gaman hjá okkur og farðu nú að hrista þetta af þér. Góðan bata.
Péturg (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 13:17
Góða ferð turtildúfur...ég er nú að fara til London á föstudaginn svo við verðum saman í gleðinni næstu daga.... Hvað er svo að frétta af átakinu? Það þýðir ekkert að missa sig þarna úti...nóg af freistingum út um allt....ég held að eina ráðið fyrir þig Pétur sé að sauma kjaftinn á þér saman og gefa þér bara næringu í æð.......ef þeir þá finna æðina fyrir spiki....ef ekki þá er ráð að gefa smá speis fyrir slöngu við munnvikið...Hulda getur stappað grænmeti og ávexti í frumeindir og spýtt því inn um slönguna. Jahh..það verður að grípa til einhverra ráða þar sem þú hefur prófað allt!!! Þetta er líka spurning um að gera díl við dressmann þannig að þeir verði standby á aðfangadag með allar stærðir handa þér svo að þú verðir nú ekki í jogging gallanum enn ein jólinn....ji minn eini hvað þetta hefur verið sárt fyrir fjölskylduna að horfa upp á þetta..... Annars fást víst fínir jogging-gallar hjá Hjálpræðishernum....það segir pabbi allavega...og ekki lýgur hann. Góða ferð.... ps. láttu ekki nokkurn mann sjá þig í stuttbuxum þarna úti. GreenPeace er víst með rosalega herferð núna.
Friðrik Hjöllasonur (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 23:40
Góða ferð turtildúfur...ég er nú að fara til London á föstudaginn svo við verðum saman í gleðinni næstu daga.... Hvað er svo að frétta af átakinu? Það þýðir ekkert að missa sig þarna úti...nóg af freistingum út um allt....ég held að eina ráðið fyrir þig Pétur sé að sauma kjaftinn á þér saman og gefa þér bara næringu í æð.......ef þeir þá finna æðina fyrir spiki....ef ekki þá er ráð að gefa smá speis fyrir slöngu við munnvikið...Hulda getur stappað grænmeti og ávexti í frumeindir og spýtt því inn um slönguna. Jahh..það verður að grípa til einhverra ráða þar sem þú hefur prófað allt!!! Þetta er líka spurning um að gera díl við dressmann þannig að þeir verði standby á aðfangadag með allar stærðir handa þér svo að þú verðir nú ekki í jogging gallanum enn ein jólinn....ji minn eini hvað þetta hefur verið sárt fyrir fjölskylduna að horfa upp á þetta..... Annars fást víst fínir jogging-gallar hjá Hjálpræðishernum....það segir pabbi allavega...og ekki lýgur hann. Góða ferð.... ps. láttu ekki nokkurn mann sjá þig í stuttbuxum þarna úti. GreenPeace er víst með rosalega herferð núna.
Friðrik Hjöllasonur (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 23:41
ég vildi vera viss um að þú sæir þetta:)
Friðrik Hjöllasonur (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 23:43
Jæja Friðrik Hjölla frá Steinsstöðum.
Já, maður hefur nú prófað ýmislegt varðandi offituvandamálið. En þar sem margir bregða á það ráð að fara á fljótandi, hef ég hugsað mér að gera það næstu tvær vikurnar. En ég hef ekki áhyggjur af jólunum næstu, þá verð ég orðinn eins og girðingastaur, bíddu bara.
Hafðu það gott í London.
Péturg (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 10:24
Góða ferð og skemmtun til ykkar allra Pétur.
Haukur (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.