Hadló Akureyri

Hæ.

Það er lítið talað um annað en nýliðna verslunarmannahelgi á Akureyri og má segja að dramatíkin sé mikil gagnvart ákvörðun bæjarstjórnar að banna 18 - 23.ára ungabörnum að tjalda í bænum.

Í allri þessari umræðu er hægt að finna margar hliðar.

Hér er ein: Að halda Halló Akureyri eða Ein með öllu er mikið mál. Gríðarlegur fjöldi fólks kemur í bæinn og starfsfólk í tjaldvörslu, löggæslu, sorphirðu og ýmsum öðrum störfum er undir gríðarlegu álagi.

Á Bíladögum í júní sl. kom gríðarlegur fjöldi í bæinn. Skrílslæti urðu gríðarleg. Starfsmenn tjaldsvæða hlutu meiðsli og sjúkrahúsvist við vinnu sína.  Það er því vel hægt að skilja að þessir aðilar sækist ekki eftir því að halda útihátíð.

Önnur hlið: Að halda Halló Akureyri eða Ein með öllu er mikið mál.  Gríðarlegur fjöldi kemur í bæinn og þá þarf að herða gæslu á öllum vígstöðvum.  Og; löggan á Akureyri þarf að vera jákvæð og nenna þessu.  Alveg síðan eitthvað hefur verið gert hérna, Oktoberfest, hátíðir eða hvers konar uppákomur, hafa gömlu þreyttu lögreglumennirnir á Akureyri verið fúlir. Þetta er staðreynd og þeir blása þessu í fjölmiðla.  Ég skrifa hér undir nafni og leyfi mér að birta þá skoðun, að breytinga er þörf hjá lögreglunni á Akureyri.

Mín skoðun er sú að Akureyri þarf á allri ferðaþjónustu að halda.  Auðvitað var það heimskulegt af Steina, kaupmanni á Akureyri að blása út tekjumissi sinn í fjölmiðlum.  Sumum verðum við bara að fyrirgefa, þeir gusa mest sem grynnst vaða.

Málefnalegasta umræðan, að mínu mati er þessi:

Bæjarstjórn Akureyrar hefði aldrei átt að standa svona að þessu. Það eru ýmis sjónarmið í gangi í þessu máli en gott fólk, getur það verið álitamál að þetta sé rangt að málum staðið?

Þeir sem vilja leggja málstaðnum lið, skoðið:  www.akureyri.blog.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband